Janúar 2019

Ávarp forstjóra og framkvæmdarstjóra



Ágæti viðskiptavinur.

 
Við kveðjum gott ár og erum bjartsýn á framtíðina. Stolt fögnum við góðum árangri í vinnumarkaðskönnun VR og viðurkenningum Creditinfo og Keldunnar fyrir traustan rekstur.
 
Framúrskarandi starfsfólk og efnahagslegur styrkur hvetur okkur til dáða. Við höfum nýlega tvöfaldað húsnæði okkar á Akureyri, endurbætt það sem eldra er og þannig gjörbylt aðstöðunni fyrir viðskiptavini og starfsfólk.
 
Þjónusta okkar á vefnum okkar hefur tekið stakkaskiptum þar sem sérstaklega má benda á handhæga efnishandbók og möguleika á hraðpöntunum. Jafnt og þétt bætum við upplýsingar um vörurnar okkar. Við þökkum frábærar viðtökur á bættum vef sem hefur skilað sér í stóraukinni sölu á netinu.
 
Nýr þriggja ára samningur um sölu á rafmagnstrengjum til Samorku var undirritaður á liðnu ári og auk þess náðist umtalsverður árangur í sölu og dreifingu hraðhleðslustöðva í samstarfi við ON. Þetta eru eingöngu tvö dæmi um góðan árangur liðins árs. Við skemmtum okkur líka vel saman og í því sambandi þá var Stuðvangur endurvakinn í tengslum við HM í Rússlandi og margt annað skemmtilegt og árangursríkt var gert með fjölbreyttum viðskiptavinahópum félagsins.
 
Sem fyrr blasa spennandi tímar við hjá okkur hjá Johan Rönning. Við höfum t.d. tryggt okkur glæsilegt húsnæði fyrir starfsemi okkar að Bolafæti 1 í Reykjanesbæ. Þannig höldum við áfram að auka þjónustu okkar og vöruframboð bæði á vefnum og í útibúum okkar.
 
Haraldur hefur tekið við forstjórastarfi hjá nýju móðurfélagi Johan Rönning. Rafbúnaðarhluti samstæðunnar verður áfram mikilvægur þáttur í daglegu starfi hans og starfsstöðin áfram í Klettagörðum. Vignir Örn Sigþórsson rafmagnsverkfræðingur er nýr framkvæmdastjóri Johan Rönning rafbúnaðar.
 
Samhliða þessum breytingum hafa verið skipaðir viðskiptastjórar sem hver um sig ber ábyrgð á skilgreindum hluta viðskiptavinahóps félagsins. Það er sannfæring okkar að þessar skipulagsbreytingar muni styrkja skilvirkni í þjónustunni.
 
Við hlökkum til að vinna með ykkur áfram og erum til þjónustu reiðubúin – verum í sambandi.
 
Vignir Örn og Haraldur
 

Varliðar fyrir 24 volta DC greinar



Bjóðum frábæra lausn frá Phoenix Contact fyrir þá sem vilja sjálfvirkan varbúnað á 24 volta DC greinar. Útgangseiningarnar sem eru í boði hafa fjóra eða átta útganga sem hver um sig er stillanlegur frá 0,5 - 10 A. Einingarnar eru til á lager.
Smelltu á myndina til að sjá kennslumyndband yfir þessar einingar. 

Vörunúmer:         Skýringar:
2905743              Varliði 0,5 - 10 A fjórar rásir
2905744              Varliði 0,5 - 10 A  átta rásir 

Lekaliðar með sjálfvirkri prófun og endursetningu



Johan Rönning kynnir frábæra lekaliða frá ABB sem geta lækkað rekstrarkostnað með því að prófa liðana sjálfvirkt á 28 daga fresti, samkvæmt EN 61008,  án þess að rjúfa þurfi liðana. Upplýsingar um stöðu má svo senda inn á hússtjórnarkerfi. Tvær gerðir eru í boði, F-ATI sem hefur sjálfvirka prófun og F-ARI sem hefur sjálfvirka prófun og endursetningu ef bilun verður á lögn. Ef það gerist þá einangrunarmælir liðinn lögnina á tveggja mínútna fresti og setur liðann inn þegar bilun hefur verið fjarlægð. Lekaliðarnir eru í boði í stærðum 25 - 63 A, 30 eða 300 mA, tveggja og fjögurra póla. 

LED-borðar frá SLC 



Höfum tekið á lager borða og fylgihluti frá SLC. Borðarnir koma á 5 metra rúllum með fortengdum 2 metra fæðivírum í báða enda. Líftiminn er 50.000 klst. (L70B50) McAdam 3, 3M 300LSE límborði og með 5 ára ábyrgð. Úrval af álprófílum og ljóshlífum. Einnig eru margir möguleikar í stýringum og mjög áhugaverðar RF þráðlausar lausnir.

Glæsilegur vörulisti með upplýsingum um vöruna er í boði. Þar er lýst tæknilegum eiginleikum borðanna, góðum tengimyndir fylgja ásamt myndum úr verkefnum þar sem er að finna upplýsingar um borða, prófila og ljóshlífar sem notaðar voru í verkið.
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar