EN
Fyrirtækið
Kistan
English

Skiptiborð

  5 200 800

Opið alla virka daga

  7:30-17:00

Karfan þín er tóm

Yngsti handhafi sveinsprófs í rafvirkjun á Íslandi.

Frétt birt miðvikudagur, 13. október 2021

Í febrúar varð Hlynur Gíslason yngsti Íslendingurinn til að ná sveinsprófi í rafvirkjun, þá aðeins 18 ára að aldri. Í tilefni þess fékk hann viðurkenningu frá Samtökum rafverktaka og Félagi íslenskra rafvirkja í samstarfi við Johan Rönning. Í viðtali í Morgunblaðinu var Hlynur hinn hógværasti þegar hann varð spurður út í þetta afrek og rakti sögu sína í gegn um gagnfræðiskólann og framhaldsskólann, en hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í desember síðastliðnum og hlaut hann einnig viðurkenningu fyrir bestan árangur á rafvirkjabraut auk þess sem hann fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í dönsku og spænsku. 

Við óskum þessum unga manni til hamingju með árangurinn og óskum honum alls hins besta í framtíðinni.