Karfan þín er tóm

VR Fyrirtæki ársins 2016

fimmtudagur, 12. maí 2016

Johan Rönning hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2016 í árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem fram fór fimmtudaginn 12. maí síðastliðinn

Johan Rönning er Fyrirtæki ársins 2016 í hópi stórra fyrirtækja og er það fimmta árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þennan titil. Hjá Rönning starfa um 80 starfsmenn og hefur fyrirtækið boðið öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni nær óslitið frá 2003.

Heildareinkunn Rönning er 4,64 af 5 mögulegum sem er svipuð einkunn og á síðasta ári. Meðaltal stærri fyrirtækja er 4,13. Rönning fær yfir 4,7 fyrir fjóra lykilþætti, ímynd fyrirtækis (4,75), starfsanda (4,79), ánægju og stolt (4,79) og jafnrétti sem er nýr þáttur en starfsmenn gefa fyrirtæki sínu 4,78 í einkunn fyrir jafnrétti.

Johan Rönning var einnig fyrirtæki ársins á árunum 2012 - 2015 ásamt því að vera í öðru sæti árið 2011 og hástökkvari ársins 2010.

Starfsmenn Johan Rönning bera þessa heiðruðu nafnbót með miklu stolti og munu áfram vinna að því að gera fyrirmyndarfyrirtækið Johan Rönning enn betra.