Karfan þín er tóm

VR Fyrirtæki ársins 2014

miðvikudagur, 16. júlí 2014

Fyrirtæki ársins 2014Johan Rönning hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2014 í árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem fram fór fimmtudaginn 22.maí síðastliðinn

Johan Rönning ber sigur úr býtum í flokki stórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru fleiri en 50 talsins, og er þetta þriðja árið í röð sem fyrirtækið fær þennan titil. Fyrirtækið býður öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni, burtséð frá stéttarfélagsaðild.

Heildareinkunn Rönning er 4,664 af fimm mögulegum sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið fyrirtæki af þessari stærðargráðu í könnun VR. Stóru fyrirtækin eru með 4,029 að meðaltali í heildareinkunn í ár. Fyrirtækið fær einkunn yfir 4,8 fyrir þrjá lykilþætti í könnuninni – starfsanda, ímynd fyrirtækisins sem og ánægju og stolt af vinnustaðnum. Þess má geta að Johan Rönning fær fyrir þáttinn launakjör, 4,01 og er Rönning eina fyrirtækið á lista stærri fyrirtækja sem fær yfir fjóra í einkunn fyrir launakjör.

Johan Rönning var einnig fyrirtæki ársins árið 2013 og 2012 ásamt því að vera í öðru sæti árið 2011 og hástökkvari ársins 2010.

Starfsmenn Johan Rönning bera þessa heiðruðu nafnbót með miklu stolti og munu áfram vinna að því að gera fyrirmyndarfyrirtækið Johan Rönning enn betra.

Á myndinni má sjá Harald Líndal Pétursson, forstjóra Rönning, og Boga Þór Siguroddsson, stjórnarformann fyrirtækisins, ásamt Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanni VR, við afhendingu viðurkenningarinnar.