Karfan þín er tóm

Um Johan Rönning

Johan Rönning var stofnað árið 1933 af norðmanninum Johan Rönning sem kom upphaflega hingað til lands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.

Johan Rönning snéri aftur hingað til lands árið 1926 fyrir milligöngu Steingríms Jónssonar, sem kallaður hefur verið „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Johan Rönning starfaði sem stjórnandi hjá Júlíusi Björnssyni sem var umsvifamikill rafverktaki í Reykjavík í tæp sjö ár eða allt til 1.júlí 1933 þegar hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt. Uppfrá því stofnar hann fyrirtæki í eigin nafni og byrjar sjálfstæðan atvinnurekstur sem löggiltur rafvirkjameistari.

Johan Rönning varð á skömmum tíma eitt stærsta rafverktakafyrirtæki landsins með yfir fimmtíu starfsmenn og trúlega brautskráði það fleiri rafvirkja á þeim tæpu þremur áratugum sem það starfaði við rafverktöku en nokkuð annað rafverktakafyrirtæki, eða á milli fimmtíu og sextíu talsins. Johan Rönning er óumdeilanlega einn af brautryðjendum rafmagnsvæðingar landsins og hafði með mjög margar og mikilvægar framkvæmdir á því sviði að gera. Johan Rönning hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1974 fyrir störf að rafmagnsmálum á Íslandi.

  • 1933 - Johan Rönning er stofnað af samnefndum Norðmanni sem kom til Íslands árið 1920 til að vinna við uppsetningu á Elliðárvirkjun.

  • 1941 - Johan Rönning er breytt í hlutafélag og var aðaláherslan þá lögð á rafverktakastarfsemi og voru starfsmenn um 50 víðs vegar um landið.

  • 1961 - Johan Rönning selur rafverktakastarfsemi sína og sneri fyrirtækið sér þá algerlega að innflutningi og heildsölu á rafbúnaði og öðru efni fyrir rafverktaka.

  • 1973 - Johan Rönning flytur fyrirtækið í sitt eigið húsnæði í Sundaborg.

  • 1987 - Johan Rönning stækkar húsnæði sitt að Sundagörðum til að bjóða upp stækkandi vöruúrval.

  • 1987 - Johan Rönning stofnar heimilistækjadeild sem var fyrst til húsa í Kringlunni, síðar í Borgartúni og svo verslun í Skútuvogi 1.

  • 1994 - Johan Rönning stækkar húsnæði sitt að Sundagörðum til að bjóða upp stækkandi vöruúrval.

  • 2003 - Johan Rönning skiptir um eigendur þegar Bogi Þór Siguroddson og Linda Björk Ólafsdóttir kaupa félagið.

  • 2004 - Johan Rönning opnar útibú að Óseyri 2, Akureyri.

  • 2005 - Johan Rönning opnar útibú að Nesbraut 9, Reyðarfirði.

  • 2007 - Johan Rönning opnar útibú að Eyrarvegi 67, Selfossi.

  • 2007 - Johan Rönning opnar útibú að Hafnargötu 52, Reykjanesbæ.

  • 2007 - Johan Rönning, Sindri og Hebron Vinnufatnaður sameinast undir nafni Johan Rönning og flutti félagið höfuðstöðvar sínar að Klettagörðum 12.

  • 2007 - Johan Rönning á Akureyri flytur í nýstandsett og stórglæsilegt húsnæði að Draupnisgötu 2.

  • 2010 - Johan Rönning er hástökkvari ársins í vinnumarkaðskönnun VR.

  • 2011 - Johan Rönning er valið Fyrirmyndarfyrirtæki í vinnumarkaðskönnun VR og er jafnframt í öðru sæti í könnuninni.

  • 2012 - Johan Rönning flytur höfuðstöðvar sínar nýstandsett og stórglæsilegt húsnæði að Klettagörðum 25.

  • 2012 - Johan Rönning er valið Fyrirtæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR.

  • 2013 - Johan Rönning er valið Fyrirtæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR.

  • 2014 - Johan Rönning selur úr rekstrinum heimilistækjadeildina og einbeitir sér að sölu og þjónustu á raflagnaefni og rafbúnaði.

  • 2014 - Johan Rönning er valið Fyrirtæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR.

  • 2015 - Johan Rönning er valið Fyrirtæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR.

  • 2016 - Johan Rönning opnar nýtt útibú að Mýrarholtsvegi 2, Grundartanga.

  • 2016 - Johan Rönning ásamt Sindra er valið Fyrirtæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR.

  • 2017 - Johan Rönning tekur yfir rekstur tveggja pípulagnaheildsala, Efnissölu G.E. Jóhannssonar og Vatn & veitur ehf.

  • 2017 - Johan Rönning er valið Fyrirtæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR.

  • 2018 - Johan Rönning opnar stórbætta aðstöðu á Akureyri eftir að viðbygging hafði verið reist við verslunina að Draupnisgötu 2

  • 2018 - Johan Rönning er valið Fyrirtæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR.

  • 2018 - Fagkaup er kynnt sem nýtt móðurfélag Johan Rönning.

  • 2019 - Johan Rönning í Reykjanesbæ flytur í nýtt húsnæði að Bolafæti 1.

  • 2021 - Fagkaup, Johan Rönning, Áltak, S. Guðjónsson, Sindri og Vatn & veitur sameinast undir Fagkaupum.

  • 2022 - Johan Rönning opnar verslun að Austurvegi 69 á Selfossi ásamt Sindra og Vatni og veitum.

Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum í landinu til að hljóta slíka viðurkenningu, í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli (BSI ÍST 85:2012).

Johan Rönning er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784