EN
Fyrirtækið
Kistan
English

Skiptiborð

  5 200 800

Opið alla virka daga

  7:30-17:00

Karfan þín er tóm

Sagan í yfir 80 ár

Johan Rönning var stofnað árið 1933 af norðmanninum Johan Rönning sem kom upphaflega hingað til lands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.

Johan Rönning snéri aftur hingað til lands árið 1926 fyrir milligöngu Steingríms Jónssonar, sem kallaður hefur verið „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Johan Rönning starfaði sem stjórnandi hjá Júlíusi Björnssyni sem var umsvifamikill rafverktaki í Reykjavík í tæp sjö ár eða allt til 1.júlí 1933 þegar hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt. Uppfrá því stofnar hann fyrirtæki í eigin nafni og byrjar sjálfstæðan atvinnurekstur sem löggiltur rafvirkjameistari.

Johan Rönning varð á skömmum tíma eitt stærsta rafverktakafyrirtæki landsins með yfir fimmtíu starfsmenn og trúlega brautskráði það fleiri rafvirkja á þeim tæpu þremur áratugum sem það starfaði við rafverktöku en nokkuð annað rafverktakafyrirtæki, eða á milli fimmtíu og sextíu talsins. Johan Rönning er óumdeilanlega einn af brautryðjendum rafmagnsvæðingar landsins og hafði með mjög margar og mikilvægar framkvæmdir á því sviði að gera. Johan Rönning hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1974 fyrir störf að rafmagnsmálum á Íslandi.

Árið 1941 er Johan Rönning breytt í samnefnt hlutafélag.

Árið 1961 verða mikil tímamót hjá félaginu en þá var rafverktakastarfsemi félagsins seld og rekstur félagsins breytt í það form sem starfsemin byggir á enn í dag, en það er umboðs- og heildverslun með rafbúnað og rafmagnsvörur.

Árið 1974 flytur fyrirtækið í eigið húsnæði í Sundaborg og stækkaði þar tvívegis við sig húsnæði samhliða auknum umsvifum.

Árið 1987 voru Rönning heimilistæki stofnuð, en félagið hætti þáttöku sinni á heimilistækjamarkaðnum árið 2014.

Árið 2003 (28. nóvember) kaupa núverandi eigendur, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir félagið. Eðli máls samkvæmt komu nýjir eigendur með áherslubreytingar sem gerðar voru að undanfarinni umfangsmikilli stefnumótunarvinnu. Félagið jók áherslu á virkt markaðsstarf og sókn á markaðinn.

Árið 2007 sameinaðist félagið systurfélögum sínum Sindra og Hebron undir nafninu Johan Rönning.

Árið 2012 flutti félagið í núverandi höfuðstöðvar að Klettagörðum 25.

Árið 2016 opnaði félagið nýtt útibú Johan Rönning, staðsett á Grundartanga.

Árið 2016 breytir Hebron vinnufatnaður um nafn og heitir í dag Sindri Vinnuföt og rekur tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu, Smiðjuvegi 1 og Skútuvogi 1.

Árið 2017 kaupir Johan Rönning og tekur yfir rekstur tveggja pípulagnaheildsala, Efnissölu G.E. Jóhannssonar og Vatn & veitur ehf.

Árið 2017 er Efnissala G.E. Jóhannssonar og Vatn & veitur sameinað undir nafninu Vatn & veitur sem starfrækir pípulagnaverslun fyrir fagmenn á Smiðjuvegi 42, Kópavogi og vöruafgreiðslu í Klettagörðum 6, Reykjavík.

Í dag starfa hjá félaginu yfir 125 starfsmenn í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð, Grundartanga, á Selfossi og Akureyri. Meðalaldur starfsmanna er í kringum 44 ár og er meðalstarfsaldur þeirra hjá félaginu 9 ár.

Johan Rönning hefur 9 ár í röð verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins sjö ár í röð, samfleytt frá 2012 til 2018.

Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum í landinu til að hljóta slíka viðurkenningu, í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli (BSI ÍST 85:2012).

Johan Rönning er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784