EN
Fyrirtækið
Kistan
English

Skiptiborð

  5 200 800

Opið alla virka daga

  7:30-17:00

Karfan þín er tóm

Takk fyrir komuna!

Frétt birt mánudagur, 10. desember 2018

Það er klassísk jólahefð hjá Johan Rönning að bjóða rafvirkjum upp á hangikjötsveislu í byrjun desember og er árið í ár enginn undantekning.

Enn eitt árið settum við nýtt met í fjölda heimsókna til okkar, að þessu sinni snæddu um 1.109 manns hjá okkur hangikjöt með uppstúfi, grænum baunum og rauðkáli ásamt laufabrauði og Malti & Appelsíni.

Við hjá Johan Rönning erum hrærð yfir þessum gríðalega góðu móttökum á viðburði okkar og viljum þakka viðskiptavinum okkar kærlega fyrir um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og megi aðventan vera ykkur sem ánægjulegust.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum skemmtilega degi.