Margir brunar verða hér á landi sem raktir eru til rafmagns. Ótal ástæður geta verið þar að baki en lausar tengingar eru þar algengar. Tengingar geta losnað með tímanum og því æskilegt að fá fagmenn til að yfirfara tengingar, sérstaklega á straumfrekum tækjum.
Við eigum á lager sjálfvör og lekaliðasjálfvör frá ABB sem eru með neistavörn. Ef að neistamyndun er á greininni þá skynjar sjálfvarið neistann og slær út. Það er engin spurning um að þetta geti skipt sköpum ef að tenging er laus eða ef lögn hefur skemmst án þess þó að leiða út.
Hér má sjá myndband sem sýnir virkni sjálfvaranna:
Endilega leitið til sölumanna okkar um nánari upplýsingar um vöruna en hún er svo að sjálfsögðu fáanleg í vefversluninni okkar á Rönning.is