Karfan þín er tóm

Samstarf Johan Rönning með Rovasi í Hörpu

mánudagur, 6. desember 2021

Spænski ljósaframleiðandinn ROVASI var valinn til að endurnýja ljósbúnað í alrými Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Hörpu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda hefur hún markað sess í menningarlífi Íslendinga síðan 2011. Endurnýjun á ljósbúnaði bygginga með sjálfbærni er og verður áfram nauðsynlegur þáttur til að feta brautina í átt að vistvænni orku. Johan Rönning og ROVASI hafa skuldbundið sig til að ná því markmiði.

Atom og Shallow ljósin frá Rovasi voru valin vegna þeirrar orkustefnu sem Harpa hefur sett sér sem snýr að orkusjálfbærri framtíð. Í því verkefni er lýsingin lykilatriði. Alls hafa um 1.000 ljós verið sett upp í hluta af 28.000 m² alrýmis Hörpu. Til að viðhalda upprunalegri hönnun var ljósbúnaður með litarendurgjöf CRI>90 og ljóslit 3000°K valinn. Ljósin eru búin DALI straumgjöfum sem gerir mögulegt að stjórna þeim og stýra til að ná fram enn frekari orkusparnaði. ROVASI ljósin eru þekkt fyrir hagkvæmni, gæði og sjálfbærni enda gerð úr áli og völdum íhlutum til að tryggja endingu þeirra.

Hér má sjá Atom og Shallow ljósin sem voru notuð í þessu verkefni.