Karfan þín er tóm

Push-X raðtengi

þriðjudagur, 2. maí 2023

Nú er komin ný kynslóð af raðtengjum á lager, frábær tengi sem spara mikinn tíma í tengingu.

Push-X raðtengin eða snögg-inn tengin eru forspennt tengi þar sem nóg er að stinga vír inn í tengið sem nemur hann, læsir og gefur fullkomna tengingu.

Forspennt snertifjöður er kjarni í þessari nýju tækni sem gerir þér kleift að tengja einþátta jafnt sem fínþátta víra án endahulsu í tengið án þess að nota skrúfjárn.

Um leið og vírinn snertir fjöðrina inn í tenginu þá smellur tengið og læsir vírinn. Til að losa vírinn aftur þarf að þrýsta á appelsínugula hnappinn (eins og gert er með PT tengin) til að spenna þau fyrir næstu tengingu.

Push-X technology | PHOENIX CONTACT