Karfan þín er tóm

Phoenix Contact 100 ára.

fimmtudagur, 1. júní 2023

Phoenix Contact fagna um þessar mundir 100 ár. Phoenix Contact var stofnað 1923 og byrjaði þá sem endursölufyrirtæki. Hugo Knümann stofnaði fyrirtækið á sínum tíma og árið 1928 hófu þeir vöruþróun sem varð til þess að fyrsta raðtengið á DIN-skinnu varð til. Þetta gaf Knümann einnig þá hugmynd að aðskilja raðtengin og raða þeim sjálfstætt.Josef Eisert tók við fyrirtækinu árið 1953 en á þeim tíma færðust höfuðstöðva Phoenix Contact til Blomberg og urðu áherslubreytingar á rekstri þegar þeir færðu sig alfarið í vöruþróun og sölu á eigin lausnum. Enn í dag er fyrirtækið í eigu afkomenda Josef Eisert.

Phoenix Contact hefur verið í stöðugum vexti til dagsins í dag og eru þeir á meðal fremstu framleiðanda í heimi á sýnu sviði. Þeir bjóða meðal annars upp á raðtengi, spennugjafa, merkjabreyta, iðnstýringatölvur, skjái, merkjaljós, stýriliða, öryggisliða, eldingavara, mæla og verkfæri fyrir rafvirkja sem dæmi.  
 Við hjá Johan Rönning eru stolt af samstarfi okkar við Phoenix Contact sem hefur verið traust í um fjóra áratugi og óskum við þeim innilega til hamingju með 100 árin og gott samstarf.Sjá vörur Phoenix Contact á heimasíðu Rönning.is+