Karfan þín er tóm

Oskar Lapp í 100 ár

laugardagur, 20. mars 2021

Frá 1985 hafa Johan Rönning og LAPP átt í afar farsælu samstarfi sem fært hafa Íslendingum markaðsleiðandi lausnir í rafmagns- og tækniiðnaði.

Það er ekki hægt að stoppa eldgos, en það er hægt að segja til um þau og þegar að þurfti að setja upp mælitæki við eldfjallið Heklu útvegaði Johan Rönning stýristrengi frá LAPP fyrir mjög krefjandi aðstæður. Hægt er að fræðast um verkefnið hér og hér.

Hægt er að kynna sér vöruúrval LAPP sem við bjóðum upp á hér, athugið að þetta er ekki tæmandi listi yfir vörur og getum við boðið upp á allar vörur sem LAPP býður upp á.

Hann var afburðasnjall uppfinningamaður og ástríðufullur í viðskiptum - Oskar Lapp (1921-1987), stofnandi LAPP Group, hefði orðið 100 ára 20. mars 2021. Ásamt eiginkonu sinni, Ursulu Idu Lapp, stofnaði hann heimsþekkt fyrirtæki og áhrifa hans á tengitækni í heiminum gætir enn í dag.

Oskar Lapp þróaði fyrsta rétthyrnda iðnaðartengið og heimsins fyrsta iðnframleidda sveigjanlega afl- og stýristrenginn undir nafninu ÖLFLEX®. Fyrirtækið var stofnað árið 1959 á grunni uppfinningar hans. Oskar Lapp var fyrsti frumkvöðullinn til að búa til vörumerki fyrir rafstrengi. Í dag er ÖLFLEX® þekkt á heimsvísu sem sérlega olíuþolnir og sveigjanlegir stýristrengir. Seinna bætti LAPP við vörumerkjunum UNITRONIC®, HITRONIC®, SKINTOP®, SILVYN®, EPIC®, ETHERLINE® og FLEXIMARK®.

Milljónir viðskiptavina treysta vörumerkjum LAPP í dag. Við stöndum í þakkarskuld við Oskar Lapp fyrir uppskrift hans að velgengni. Hann sá snemma að gæði og áreiðanleiki vörumerkja, áhersla á nýsköpun og lögmálið um „allt frá sama birgja“ myndi sannfæra og hrífa viðskiptavini til lengri tíma.

Í dag er LAPP leiðandi birgi á sviði strengja- og tengibúnaðar og hjá fyrirtækinu starfa yfir 4.500 manns um allan heim.

Án Oskars Lapps væri heimurinn ekki eins og við þekkjum hann í dag. Við höldum ævistarfi hans áfram, með kæru þakklæti.

Í minningu,
Lapp Group og Johan Rönning