Karfan þín er tóm

Origo Höllin - ný keppnislýsing frá Greenled

fimmtudagur, 1. júní 2023

Á dögunum var sett upp ný keppnislýsing í íþróttahöllina í Hlíðarenda, Origo höllin. Fyrir valinu varð SIGMA lampinn frá GREENLED í Finnlandi. Virkilega flottur lampi frá þeim sem er 280W, skilar 40.000lm og auðvelt er að deyfa lýsinguna. Litarendurgjöf er CRI90, ljóslitur er 4000K og einnig uppfyllir hann allar TLCi kröfur fyrir sjónvarpsupptöku.

Ávinningur með svona útskiptum er mikill. Betri og jafnari lýsing, minni orkunotkun, stiglaus ljósdeyfing og langur líftími.

Við viljum nota tækifærið og óska Tindastól og Skagfirðingum öllum til hamingju með íslandsmeistaratitilinn.

Greenled er í fremstu röð þegar kemur að lýsingarlausnum í íþróttamannvirkjum og hér má sjá skemmtilegt myndband þar sem Greenled kom að lýsingu Slättbergshallen íshokkíhallarinnar í Svíþjóð.