Karfan þín er tóm

ON velur ABB hraðhleðslustöðvar

föstudagur, 2. júní 2017

Orka náttúrunnar hefur tekið tilboði Johan Rönning í 15 hraðhleðslustöðvar sem setja á upp meðfram hingveginum með 80 - 100 km á milli stöðva. Hraðhleðslustöðvarnar sem koma frá ABB og eru af gerð TERRA 53 eru 50 kW.

Stöðvarnar hafa möguleika á fjarvöktun og fjarendursetningu. Stöðvarnar verða settar upp á þessu ári. Áður var búið að setja upp ABB-stöðvar við Smáralind, í Hrútafirði, við Blönduós og í Varmahlíð. Við hjá Johan Rönning erum ákaflega stolt af þessum fyrsta stóra áfanga í uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla á landsbyggðinni.