Nýverið var klárað að endurnýja lýsingarbúnað í Laugardalshöll. Þar var endurnýjuð keppnislýsing og var einstaklega ánægjulegt að fylgjast með íslenska landsliðinu í handbolta spila við Eistland í nýju lýsingunni á þjóðarleikvangi okkar í Laugardalnum, þar sem Ísland vann stórsigur 30-23.
Jafnframt var endurnýjuð neyðarlýsing í húsinu.
Keppnislýsing kemur frá THORN Lighting.
THORN ALTIS er sérhönnuð flóðlýsing til mæta ströngustu kröfum til að lýsa upp íþróttamannvirki.
Þessi búnaður er flökt frír þar af leiðandi uppfyllir hann allar TLCI kröfur um HDTV í hægri endursýningu.
Litarendurgjöf er CRI90+ og ljóslitur er 5700K.
Öll ljós eru DALI dimmanleg.
Neyðarlýsing kemur frá AWEX
Öll neyðar- og ÚT ljós eru tengd miðlægum varaaflgjafa.
Í slíkum kerfum er vöktun og viðhald mun þægilegra sem er mikill ávinningur í húsi með mikla lofthæð.