EN
Fyrirtækið
Kistan
English

Skiptiborð

  5 200 800

Opið alla virka daga

  7:30-17:00

Karfan þín er tóm

Nýr Audi e-tron

Frétt birt þriðjudagur, 26. mars 2019

Til landsins er kominn einn Audi e-tron bíll til reynslu við ýmsar aðstæður og í samstarfi við Audi fengum við þennan gullfallega rafmagnsjeppa til okkar í Klettagarða 25.

Um er að ræða fyrsta 100% rafbílinn frá Audi sem frumsýndur verður núna með sumrinu. Uppgefin drægni á honum er 400km og er hann 5,7 sek að ná 100 km/h.

Við prófuðum hann í 50 kW ABB Terra hraðhleðslustöðinni okkar, sem er samskonar stöð og ON hefur sett upp víðsvegar um landið. Bíllinn hefur 95 kWh rafhlöðu og var hlaðinn úr 36% í 77% á fjörtíu og fjórum mínútum. Hámarkshleðsla var 49,7 kW og afhent orka 36,7 kWh. Rafhlaða bílsins hafði 100% hleðslu eftir eina klukkustund og nítján mínútur og þá var afhend orka 59,09 kWh.

Bíllinn er gríðarlega spennandi og hvetjum við allt áhugafólk um rafbíla að kynna sér þennan bíl hjá Heklu.