Karfan þín er tóm

Ný vara á lager, snjallar Hombli dyrabjöllur

fimmtudagur, 28. apríl 2022

Hombli snjalldyrabjallan er góður kostur þegar kemur að því að snjallvæða heimilið. Hún býður upp á Full HD 1080p myndgæði með 140° sjónsviði, tveggja manna tal, innbyggt þjófavarnarkerfi, þráðlausan tengimöguleika (með valmöguleika um tengingu í rafmagn) og ekkert mánaðargjald fyrir hugbúnað.

Dyrabjallan fer fram úr keppinautum sínum á marga vegu. Hún hefur talsvert sneggri viðbragðstíma, þónokkuð sterkara merki, umtalsvert stærri rafhlöðu og hefur mikla yfirburði þegar kemur að myndgæðum.

Sjáðu hver stendur fyrir utan dyrnar hjá þér og talaðu við hann í gegn um Hombli smáforritið á símanum þínum. Hombli snjalltækið þitt sendir þér tilkynningu um leið og það nemur hreyfingu fyrir utan hjá þér og sendir þér skjáskot, jafnvel að næturlagi, þökk sé innrauðri myndavél Hombli.

Hér má finna Hombli dyrabjöllurnar í vefverslun okkar.

Svört dyrabjalla

Hvít dyrabjalla

Hombli, snjallheimili fyrir alla