Karfan þín er tóm

Ný sjálfsafgreiðsluverslun Johan Rönning Smiðjuvegi 3

fimmtudagur, 2. nóvember 2023

Nú hefur Johan Rönning opnað nýtt útibú á Smiðjuvegi 3 en það verður fyrsta verslun okkar sem hefur möguleika á sjálfsafgreiðslu. Vöruúrval miðast við allt almennt raflagnaefni en stærri og sérhæfðari vörur munu áfram verða afgreiddar frá Klettagörðum. Þessi verslun er eingöngu ætluð fyrir fagfólk sem er í reikningsviðskiptum við félagið.


Nokkrar þjónustuleiðir verða í boði. Í fyrsta lagi munu viðskiptavinir geta afgreitt sig sjálfir með appi í síma eða skanna án þess að tala við nokkurn starfsmann. Þeir þurfa að sækja appið í App-store eða Play-store (Johan Rönning). Þegar viðskiptavinur kemur í verslun okkar í fyrsta skipti þá þarf að virkja skráningu með rafrænum skilríkjum en að því búnu getur viðkomandi verslað. Viðskiptavinir geta að sjálfsögðu einnig farið til sölufulltrúa sem aðstoðar. Hvort sem hann þarf að skrá inn vörunúmer vegna sölu eða veita tæknilega þjónustu. Við tökum vel á móti ykkur á Smiðjuvegi 3.

Meðfylgjandi myndband gefur frekari upplýsingar um útibú okkar á Smiðjuvegi þar sem við tökum vel á móti fagfólki með vöflum og kökusneið þessa vikuna.