Karfan þín er tóm

Myndbönd

Stafræn veröld & öryggi í netheimum

Stafræn tækni og árásir tölvuþrjóta á netkerfi eru hluti af okkar daglega lífi. Réttur búnaður er nauðsynlegur í allri stafrænni tækni og mikilvægt að bregðast hratt og rétt við aðstæðum þegar að þær koma upp.

Á þessari kynningu er áhersla lögð á skipulagða yfirsýn sem og nýjustu umbætur búnaðar og kerfa. Einnig verður fjallað um hvernig verjast má tölvuglæpum samtímans.

Matur & drykkur

Fyrir matvælaiðnaðinn er öryggi án málamiðlana lykilatriði. Áherslu ætti þó einnig að leggja á hagræðingaraðgerðir og sjálfbærni og því eru lausnir sem leiða að auknu hreinlæti, áræðanleika og framleiðni nauðsynlegar.

Á þessari kynningu muntu fræðast um lausnir frá ABB sem uppfylla þessar kröfur. Lausnir sem ná frá tengingu framleiðslunnar við raforkunetið og allt til umbúðapökkunar.

Landtenging skipa

Með landtengingu skipa við rafveitu hefur kviknað möguleiki á að slökkva á skipsvélum sem annars brenna mengandi eldsneyti í stórum stíl.

Raforku má flytja vandkvæðalaust frá landi til skipa án þess að valda truflunum á búnaði eða þjónustu um borð og þannig koma í veg fyrir mengandi útblástur.

Endurnýjanleg orka

Raforka framleidd með vind- og sólarorku hefur aukist mikið þar sem krafan um hreina, endurnýjanlega orku er orðin fýsilegur valkostur fyrir veitufyrirtæki. Á sama tíma hefur þörf fyrir raforku aukist um allan heim, bæði vegna gríðarlegrar rafbílavæðingar en einnig hefur fyrirsjáanlegaur vöxtur í byggingu gagnavera áhrif.

Raforkunet framtíðarinnar munu þarfnast orkubanka til þess að jafna sveiflur vegna álags og framleiðslu endurnýjanlegrar orku.

Öryggi í netheimum

Árásir tölvuþrjóta á netkerfi eru hluti af okkar daglega lífi. Stjórnvöld ríkja heimsins og leyniþjónustur hafa nefnt tölvuglæpi sem eina af stærstu ógnum samtímans.

Á þessari kynningu er farið yfir nýjustu umbætur búnaðar og kerfa og ráð gefin sem geta lágmarkað ógnir af völdum slíkra glæpa. Einnig er fjallað um hvernig sigrast má á slíkum árásum.

Stafræn veröld

Stafræn tækni er alls staðar í okkar daglega lífi. Til þess að innleiðing stafrænnar tækni verði sem árangurríkust þarf að hugsa fyrir réttum búnaði. ABB Ability nær yfir allar vörur ABB sem geta stuðlað að hagkvæmni, bætt framleiðni og aukið öryggi tölvusamskipta.

Á þessari kynningu er áhersla lögð á skipulagða yfirsýn og farið yfir raunveruleg dæmi um stafræna tækni.

Rafvæðing í samgöngum

Fleiri lönd og borgir nota pólitískar leiðir til að auka vægi rafknúinna ökutækja í stað farartækja sem eru knúin jarðefnaeldsneyti. Samhliða þessu hafa bílaframleiðendur tilkynnt aukið úrval rafbíla. Það nýjasta í rafvæðingu bílaflotans eru 150 - 320 kW DC hleðslustöðvar fyrir rútur og stærri farartæki sem eru 300 - 600 kW.

Á þessari kynningu er sýn ABB á þróun hraðhleðslustöðva fyrir árin 2018-2022 kynnt.

Morgunverðarfundur í Hörpu

Myndband frá morgunverðarfundi Johan Rönning í Hörpu um orkumál og tækniþróun. Fyrirlesarar eru: Troels Ranis Vice President The Federation of Danish Industries, Claus Madsen CEO ABB Denmark og Íris Baldursdóttir framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets.

Fundarstjóri er Haraldur Líndal Pétursson forstjóri Johan Rönning.

Rafknúnar almenningssamgöngur

Jonas M. Kehr frá ABB Danmörku fer yfir tilraunarverkefni ABB í Sviss þar sem nýtt er hraðhleðslutækni við að knýja strætisvagna í almenningssamgöngum. Beitt er nýrri tækni sem hraðhleður strætisvagninn á hverri stoppustöð á einungis 15 sekúndum. Farið er yfir möguleikann á að beita slíkri tækni á Íslandi.

Hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla

Jonas M. Kehr frá ABB Danmörku fer yfir verkefni ABB í Eistlandi á uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla og undirbúning fyrir nýtt verkefni í Hollandi þar sem hámarksvegalengd milli hraðhleðslustöðva er aldrei meiri en 40 km. Einnig er farið yfir tækifærin á Íslandi til slíkra hraðhleðslustöðva.

Reynsla og tækni ABB í HVDC orkuflutningi

Gunnar Persson frá ABB HVDV í í Svíþjóð veitir kynningu á HVDC frá ABB – HVDC tæknin – HVDC Light – HVDC aflstrengir – Notagildi HVDC – Reynsla ABB í HVDC – Framtíðin. Fjallað um hugsanlega tengingu íslenska orkukerfisins við orkukerfi Evrópu, ásamt möguleikum á notkun HVDC Light á Íslandi.

Kynning á nýjum smáspennistöðvum ásamt 12–36kV rofabúnaði frá ABB

Asgeir Gjengedal og Kenneth Mandal frá ABB AS Medium Voltage Products í Noregi kynna nýjar smáspennistöðvar (kiosk) fyrir íslenska markaðinn, sem aðlagaðar eru íslenskum aðstæðum. Farið er yfir nýjungar, prófanir, frágang og framtíðarþróun. Að auki er kynntur 12–36kV rofabúnaður, SafeRing og SafePlus. Nýjungar, framtíðarþróun ásamt möguleikum á tengingu við orkunet (SmartGrid) framtíðarinnar.

Kynning á nýjum loftrofa fyrir 400–1.000V afldreifingar

Gian-Pietro Cortesi frá ABB SACE á Ítalíu kynnir nýjan byltingarkenndan E-max loftrofa fyrir 400–1.000V afldreifingar

Varnir fyrir raf- og tölvukerfi gegn yfirspennu og eldingum til að tryggja rekstraröryggi

Martin Sandau frá Phoenix Contact í Þýskalandi kynnir PLUGTRAB PT IQ búnað sem hefur möguleika á fyrirbyggjandi aðgerðaeftirliti. Búnaðurinn verður tengdur við yfirtóna spennugjafa og virkni hans sýnd.

Nýjungar og orkusparnaður ljóstvista (LED)

Patrik Olviken frá Vossloh Schwabe í Svíþjóð fer yfir nýjungar og líftíma lj&oacoacute;stvista (LED) ásamt þróun á búnaði til frekari orkusparnaðar. Skoðaðar eru kerfisstýringar sem vinna með dagsbirtu. Auk þess verður farið yfir tilskipun Evrópusambandsins um bann á vírundnum búnaði og lausn framleiðenda á því.

Framleiðsla ljóstvista (LED) frá sjónarhorni framleiðenda

Ian Macrae frá Thorn Lighting Bretlandi fer yfir þau tæknilegu atriði sem framleiðendur þurfa að huga að og koma á framfæri til viðskiptavina/notenda ljóstvista (LED) til að hægt sé að nýta þessa tækni á sem skilvirkastan hátt.

Því miður er af tæknilegum ástæðum erfiðleikar með hljóðið á þessaum fyrirlestri.

Nýr Quickline gagnvirkur grunnur til stýringar í raflögn auk kynningar nýrrarofalína frá Berke

Michael Burkhardt frá Hager, Frakklandi og Gunnar Wennerberg frá Hager, Svíþjóð kynna þrjár nýjar rofalínur frá Berker sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir frumlegt útlit og aðra nálgun á þennan búnað sem allir nota á hverjum degi. Fjöldi áhugaverðra nýjunga sem ekki hafa sést áður.

KNX Domovea skjástýring

Michael Burkhardt frá Hager, Frakklandi og Gunnar Wennerberg frá Hager, Svíþjóð kynna KNX Domovea skjástýringu sem er lausn framtíðarinnar fyrir snjöll heimili. Framtíðar snjallheimili þurfa stjórnkerfi með fjölhæft notendaviðmót. Kynntar verða nýjustu uppfærslur Domovea skjástýringarinnar eins og mælingar og tenging við IP-myndavélar. Notendaviðmót fyrir PC-tölvur, fartölvur og snjallsíma er sýnt.