EN
Fyrirtækið
Kistan
English

Skiptiborð

  5 200 800

Opið alla virka daga

  7:30-17:00

Karfan þín er tóm

Light & Building í Frankfurt

Frétt birt þriðjudagur, 3. apríl 2018

Í liðnum mánuði hélt mikill fjöldi rafiðnaðarmanna til Þýskalands, nánar tiltekið til Frankfurt á sýninguna Light & Building.

Á sýningunni, sem haldin er annað hvert ár, keppast framleiðendur við að kynna áhugaverðar nýjungar sem munu verða ráðandi á næstu árum. Þráðlausar lausnir, ýmiss konar öpp og áframhaldandi þróun ljóstvista var áberandi.

Á næstu vikum og mánuðum munum við kynna þessar nýjungar fyrir viðskiptavini.
Þriðjudaginn 20. mars bauð Johan Rönning öllum íslensku gestunum í eplavínkynningu og kvöldverð í nágrenni Frankfurt. Eftir matinn hélt hljómsveitin Edelrausch uppi fjöri fram á nótt. Yfir hundrað manns þáðu boðið og skemmtu sér vel. Við hjá Johan Rönning þökkum öllum þeim sem komu kærlega fyrir samveruna.

Hér fyrir neðan má sjá stemninguna um kvöldið.