Karfan þín er tóm

Leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum

föstudagur, 9. febrúar 2024

Hér eru okkrar hagnýtar upplýsingar varðandi húsitun með rafmagnsofnum sem gott er að hafa í huga við núverandi aðstæður á Suðurnesjum.

Við hefðbundna húshitun með rafmagnsofnum er viðmiðun að gera ráð fyrir 100W á hvern fermeter og því þarf að gera ráð fyrir 800W rafmagnsofni í 8 fermetra herbergi.

Þeir rafmagnsofnar sem við bjóðum upp á eru vegghengdir og koma með snúru og kló og því einfalt að setja þá í samband við hefðbundin rafmagnstengil.

Til að halda lágmarks hita á húsnæði væri gott að hafa 2-3 minni ofna á og dreifa þeim um húsnæðið frekar en að vera með einn stóran rafmagnsofn.

Athugið að fylgja leiðbeiningum sem veitufyrirtækin hafa gefið út varðandi hámarks orkunotkun til húshitunar á hverju heimili.

Hægt er að notast við rafmagnsofna og olíufyllta ofna til húshitunar.

Nánari upplýsingar um vöruúrval okkar má sjá hér:

Olíufylltir ofnar  PAX

Rafmagnsofnar  TEGO

Útibú okkar á Suðurnesjum er við Bolafót 1 og hægt er að nálgast rafmagnsofna þar á meðan birgðir endast.