Karfan þín er tóm

Landtenging skipa

föstudagur, 10. september 2021

Landtenging skipa er mikilvægt umhverfismál og skiptir gríðalega miklu máli að skipin þurfi ekki að framleiða rafmagn sjálf með olíu, þegar þau eru í höfn. 

Síldarvinnslan var að setja upp glæsilegan búnað frá ABB til að geta landtengt skip og er aflgeta hans allt að 500 kW. Johan Rönning annaðist afhendingu búnaðarins, ásamt því að sjá um tæknilega ráðgjöf og annast gangsetningu og stillingu búnaðarins.

Nýjustu skip Síldarvinnslunar eru með búnaði til landtengingar og þegar öll uppsjávarskip sem landa á Neskaupstað verða komin með tilheyrandi búnað má gera ráð fyrir umtalsverðum olíusparnaði.

Nánar má lesa um þetta verkefni á heimasíðu Síldarvinnslunar svn.is en myndirnar hér fyrir neðan eru frá þeim.

landtenging-1 landtenging-2