EN
Fyrirtækið
Kistan
English

Skiptiborð

  5 200 800

Opið alla virka daga

  7:30-17:00

Karfan þín er tóm

Hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla frá ABB

Frétt birt þriðjudagur, 17. apríl 2018

Johan Rönning hefur undanfarna mánuði afhent Orku Náttúrunnar hraðhleðslustöðvar frá ABB fyrir rafbíla. Nú geta ferðalangar farið hringveginn allan á raforku þar sem hleðslu má fá með 80 til 100 km millibili hið mesta.

Síðasta stöðin í þessum áfanga var tengd á Mývatni fyrir skömmu og sagði framkvæmdastjóri ON það stóran áfanga í samgöngusögu þjóðarinnar.

Á næstu vikum mun ON bæta um betur og þétta net hleðslustöðva enn frekar. Það eru því bjartir tímar fram undan fyrir rafbílaeigendur.

Við bendum eigendum og áhugafólki um rafbíla á frábæran vef ON þar sem nálgast má allar upplýsingar um hleðslustöðvar, rafbíla, gerð tengja og fleira á on.is/rafbilar. Þá hefur verið gefið út sérstakt app sem kallast ON Hleðsla.