EN
Fyrirtækið
Kistan
English

Skiptiborð

  5 200 800

Opið alla virka daga

  7:30-17:00

Karfan þín er tóm

Heimsóknir Phoenix Contact hjá Johan Rönning um allt land

Frétt birt sunnudagur, 19. ágúst 2018

Í þessari viku og þeirri næstu gefst viðskiptavinum okkar kostur á að kynna sér helstu vörunýjungar frá þýska framleiðandanum Phoenix Contact.
Við höfum fengið til landsins sérfræðinga frá  fyrirtækinu ásamt sérútbúnum bíl sem verða í útibúum okkar eftirfarandi daga og kynna vörur fyrirtækisins.

Meðal nýjunga sem kynntar verða eru:
 - Hástraums stungutengi að 309 A og 1500 V, 25-150 mm2
 - Elektrónískar yfirálags- og skammhlaupsvarnir til varnar 24 V DC kerfum
 - Það allra nýjasta í raðtengjum - "Push-in technology"
 - QPD snöggtengi fyrir lagnakerfi, varin að IP68
 - Lagnakerfi í stjórnskápa
 - Termitrab - næfurþunnir yfirspennuliðar (e. surge protector) í stjórnskápa til verndar rafbúnaði
 - Thermomark Prime og Thermofox - Prentarar og merkingarkerfi fyrir raðtengi
 - Crimp handy - Sjálfvirkar endahulsutangir og fleiri sérhæfð verkfæri fyrir rafiðnað


Verið velkomin í útibú okkar!

Selfoss- mánudaginn 20.8
Klettagörðum - þriðjudaginn 21. 8
Keflavík - miðvikudaginn 22.8
Grundartanga - 27.8
Akureyri - 28.8
Reyðarfirði - 29.8