Karfan þín er tóm

Húsavíkurkirkja uppljómuð

miðvikudagur, 13. apríl 2022

Í miðju bæjarstæði Húsavíkur við Garðarsbraut 11 stendur Húsavíkurkirkja, þrílit timburkirkja eða svokölluð krosskirkja í Schweitzerstíl og er byggð úr norskum við. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson arkítekt og var hún vígð 2. júní 1907 og var svo friðuð 1982.

 Í rökkrinu stendur kirkjan glæsileg og uppljómuð með Uplight lömpum frá Meyer Lighting | International sem eru fáanlegir í Johan Rönning. Að verkinu stóðu rafvirkjar frá Víkurraf á Húsavík.