Karfan þín er tóm

Fræðslu og kynningarhádegi Rafmennt þann 9. maí í samstarfi við Johan Rönning

þriðjudagur, 3. maí 2022

Mánudaginn 9. maí verður haldin fræðslu- og kynningarfundur á Stórhöfða 27 í húsakynnum Rafmennt og verður fundinum streymt á netinu.

Streymishlekkinn má nálgast hér á síðu Rafmennt.

Kasper Korgsgaard, sérfræðingur frá ABB á vegum Johan Rönning kemur og verður með fræðslu um yfirspennuvarnir og
sjálfvör með neistaskynjun. Samlokur og gos verða í boði fyrir gesti fundarins.

Við hvetjum alla rafvirkja, unga sem aldna, til að koma og læra um yfirspennuvarnir og sjálfvör með neistaskynjun.
Svo lengi lærir sem lifir.