Karfan þín er tóm

Daniel Hager kom í heimsókn

fimmtudagur, 2. nóvember 2023

Hager hefur undanfarna áratugi verið einn af okkar lykilbirgjum en vörur þeirra eru þekktar fyrir gæði og áreiðanleika.

Í tilefni af 90 ára afmæli Johan Rönning fengum við forstjóra Hager, Daniel Hager, í heimsókn þar sem hann hélt fyrirlestur í Grand hótel þann 5. október sl.
Fjölmargir viðskiptavinir komu til að hlýða á áhugaverðan fyrirlestur Daniel þar sem hann kynnti sögu félagsins og framtíðarsýn þess sem að mestu leiti snýr að endurnýjanlegum orkugjöfum og hvernig hús, bílar og fyrirtæki verða samtengd til að jafna orkunotkun og framleiðslu hennar.

Gestir okkar voru áhugasamir um erindi Daiel Hager.