Spennandi spennur

Höfum tekið í sölu virkilega sniðugar barkafestingar. Þær eru sérhannaðar til að festa barka í steypta veggi/gólf  þegar búið að fræsa. Það þarf engin verkfæri því festingunni er smellt á barkann og svo er barkanum bara þrýst í raufina. Við eigum þær til í þremur stærðum, 16, 20 og 25mm.

Festingarnar eru fáanlegar í vefverslun okkar:

Pro Clip 16mm barkafesting
Pro Clip 20mm barkafesting
Pro Clip 25mm barkafesting

Smelltu á myndina til að skoða myndbandið á síðu Youtube.
Light+Building 2022

Venju samkvæmt verða starfsmenn Johan Rönning á Light+Building sýningunni í Frankfurt sem fer fram dagana 2. – 6. okt. Þriðjudaginn 4. okt. munum við vera á sýningarsvæðum valinna birgja og bjóðum þig sérstaklega velkominn til að skoða vöruúrval þeirra. Líkt og á öðrum sýningum munum við bjóða viðskiptavinum Johan Rönning í skemmtilega óvissuferð um kvöldið.

Vinsamlegast skráið þátttöku sem fyrst með því að senda póst á helgig@ronning.is því takmarkað sætaframboð er í boði. Dagskrá dagsins verður send út þegar nær dregur.

Sjávarútvegur 2022
Dagana 21-23 september næstkomandi mun sýningin Iceland Fishing Expo 2022 fara fram í Laugardalshöll. Við hjá Johan Rönning verðum með bás á sýningunni þar sem við munum kynna vörur sem við bjóðum uppá. Þar verður m.a. hægt að kynna sér allt um landtengingar skipa og notkun þjarka. 

Endilega kíkið við hjá okkur ef þið verðið á svæðinu.
Lekaliðar fyrir rafeindabúnað
Eigum til á lager AP-R lekaliða frá ABB. Þessir liðar eru sérlega ónæmir fyrir óæskilegum útslætti. Þeir hafa alla eiginleika sem lekaliðar af gerð A hafa og til viðbótar þá eru þeir ónæmir fyrir truflunum vegna lekastrauma frá rafeindabúnaði. Þeir henta því vel fyrir rafveitur þar sem mikið er af búnaði sem inniheldur rafeindabúnað. Til dæmis LED-ljós.

Hægt er að nálgast lekaliðana í vefverslun okkar:

Lekaliði F200 AP-R 30mA 2p. 40A
Lekaliði F200 AP-R 30mA 2p. 63A
Lekaliði F200 AP-R 30mA 4p. 40A
Lekaliði F200 AP-R 30mA 4p. 63A
Nýtt ljós frá Modus
Vorum að fá í hús nýtt ljós frá Modus sem kallast "Don". Það er svart að lit með DALI búnaði. Erum með það í tveimur lengdum, annars vegar 775 mm (22W/2700lm) og hins vegar 1358 mm (37W/4700lm). Ljósið festist beint á loft en það er einnig hægt að hafa það niðurhengt (festingar seldar sér).

Nánari upplýsingar um ljósið má nálgast hjá sölufólki okkar eða í vefverslun okkar Rönning.is 

Loftljós ÁF IP20 DON 2700lm DALI Sv.
Loftljós ÁF IP20 DON 4700lm DALI Sv.
 
Við kveðjum flúrperuna
Það er vert að minnast á að dagsetningin 25.08.2023 nálgast óðfluga. Núna er innan við 1 ár í að bannað verði að framleiða eða flytja inn flúrperur. Frá og með þessum degi verður aðeins heimilt að selja þann lager er innflytjendur kunna að eiga.

Þá er enn styttra, eða þann 25.02.2023, að bannað verði að framleiða, flytja inn og selja (nema fyrirliggjandi lager) allar sparperur sem ekki innihalda straumfestu. Þetta á við allar stungnar sparperur. Gríðarlegur fjöldi slíkra ljósa eru í notkun víða, bæði svokallaðir „Downlighterar“ sem og vinsælt í útiljósum.
Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?
Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar