Lýsum upp skammdegið
Nú er haustið handan við hornið og daginn farin að stytta. Það er fátt betra en að lífga upp á skammdegið með  vel útfærðri og snyrtilegri útilýsingu. Við hjá Johan Rönning bjóðum upp á mikið úrval af flottum ljósum á lager ásamt því að geta sérpantað ljós eftir þínum óskum. Við mælum með að þú rennir við hjá okkur og athugir hvað við getum gert fyrir þig.

Skoðaðu úrval okkar af ljósum inn á Rönning.is

Meðfylgjandi mynd er frá félögum okkari í Rovasi. Þið getið smellt á myndina til að kynna ykkur hvað þau hafa uppá að bjóða.
Landtenging skipa
Landtenging skipa er mikilvægt umhverfismál og skiptir gríðalega miklu máli að skipin þurfi ekki að framleiða rafmagn sjálf með olíu, þegar þau eru í höfn. 

Síldarvinnslan var að setja upp glæsilegan búnað frá ABB til að geta landtengt skip og er aflgeta hans allt að 500 kW. Johan Rönning annaðist afhendingu búnaðarins, ásamt því að sjá um tæknilega ráðgjöf og annast gangsetningu og stillingu búnaðarins.

Nýjustu skip Síldarvinnslunar eru með búnaði til landtengingar og þegar öll uppsjávarskip sem landa á Neskaupstað verða komin með tilheyrandi búnað má gera ráð fyrir umtalsverðum olíusparnaði.

Nánar má lesa um þetta verkefni á heimasíðu Síldarvinnslunar svn.is en myndirnar hér fyrir neðan eru frá þeim.
Háspennuráðstefna Hitachi ABB 2021
Hitachi ABB halda háspennuráðstefnu dagana 22 - 23 september næstkomandi,og má þar kynna sér ýmislegar lausnir sem þeir hafa upp á bjóða í flutningskerfum og háspennumannvirkjum.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að kynna þér ráðstefnuna nánar og skrá þig á áhugaverðar kynningar.
Dialog Days 3.0
STEINEL heldur þriðju stafrænu Dialog Days ráðstefnuna 21-22. september 2021 þar sem farið verður yfir þær lausnir sem eru í boði hjá þeim og hvað er væntanlegt. Þar má nefna nýja snjalltækni í skynjurum líkt og hreyfiskynjara fyrir notkun innandyra sem utan og valmöguleikana milli beintengingar og Bluetooth.

Haldin verður vinnusmiðja undir yfirskriftinni „Ljós mætir lífinu“ eða „Light meets life“ og kynnt verður til sögunnar nýtt smáforrit STEINEL, sem er í boði fyrir iOS og Android snjalltæki.

Tæknimenn STEINEL verða til taks til að svara spurningum um vörurnar og verður hægt að taka þátt í umræðum.

Hlekkur á ráðstefnuna
EM leikur í Klettagörðum
Í sumar vorum við með leik í tengslum við Evrópumótið í fótbolta. Þar gátu viðskiptavinir okkar í Klettagörðum látið spádómsgáfur sýnar í ljós um hver myndi standa uppi sem sigurvegari.

Það var svo hann Júlíus hjá SI raflögnum sem var dregin út af þeim sem svöruðu rétt og hlaut að launum DeWalt borvél.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Júlíus fá vinninginn afhendan hjá henni Eik sem er ein af sölumönnum okkar í Klettagörðum.
 
Vertu tilbúin í veturinn
Það þekkja margir að vera að moka snjó úr þakrennum í vetrarhörkum og hugsa "af hverju græjaði ég þetta ekki í sumar?" Nú er einmitt tíminn til að koma hitastrengjum fyrir í þakrennuna eða í lögnina útí pott.

Við eigum til á lager alls konar stærðir og lengdir af hitastrengjum og allt sem þú þarft til að græja málið. Leitaðu til sölumanna okkar og þeir ráðleggja þér hvað er besta að gera en þú getur líka skoðað úrvalið inná heimasíðunni okkar Rönning.is/hitastrengir 
Kapalkefli

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Frír akstur í september
Í september mun Johan Rönning bjóða áfram frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Við byrjuðum að bjóða frían akstur þegar samkomutakmarkanir voru hertar og hafa viðtökurnar verið framar vonum og höfum við því ákveðið að framlengja þessu amk. út september.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar