Varaaflstöðvar
Eigum mikið úrval af varaaflstöðvum frá Atlas Copco í ýmsum stærðum og gerðum. Allt frá handhægum minni rafstöðvum upp í stórar vélar í einangraðri veðurhlíf. Hljóðlátar, traustar og sterkar til notkunar við ýmsar aðstæður.

Síðastliðinn vetur gekk hver hamfaralægðin yfir okkur með miklu álagi á raforkukerfið okkar og tilheyrandi rafmagnsleysi. Margir vöknuðu þá upp við  vondan draum þegar það vantaði rafmagn svo dögum skipti. Núna er rétti tíminn til að koma þessu í gott horf.

Hafðu samband við Ásgeir (asgeira@ronning.is) og hann fræðir þig um allt sem þú þarft að vita. Svo er að sjáfsögðu hægt að skoða úrvalið inn á Rönning.is
Steinel ráðstefna
Undanfarið höfum við verið að kynna lausnir frá Steinel. Um er að ræða ljós og viðveruskynjara sem tengjast saman og hægt er að forrita þráðlaust með Bluetooth í gegnum app eftir svæðum. Virkilega sniðug lausn fyrir bílastæðahús og stigaganga.

Þar sem stórar sýningar eins og Light&Building eru ekki haldnar í ár ætla þeir að vera með ráðstefnu á netinu dagana 7-11 september sem nefnast Dialog Days.

Á Dialog Days verða í boði 200 viðburðir þar sem farið verður yfir þær lausnir sem eru í boði hjá þeim og hvað er væntanlegt. Hægt verður að taka þátt í umræðum og spyrja tæknimenn þeirra út í vörurnar.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á  www.dialogdays.com
Verkfæri fyrir skólann
Núna eru skólarnir komnir á fullt og margir að stíga sín fyrstu skref í rafmagninu. Við erum búin að setja saman pakka eftir verkfæralistum skólanna sem eru á sérstöku tilboðsverði til 15. september. Endilega leitið til sölumanna okkar og þeir aðstoða þig við val á réttu verkfærunum.
Bitaklemmur
Við vorum að taka á lager bitaklemmur frá Walraven. Það er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Hollandi og eru með 75 ára reynslu í framleiðslu á festingaefni. 
Kynnið ykkur úrvalið sem við höfum í boði inná Rönning.is 
Hitastrengir
Það þekkja margir að vera að moka snjó úr þakrennum í skítakulda og hugsa "afhverju græjaði ég þetta ekki í sumar/haust?". Núna er einmitt tíminn til að koma hitastrengjum fyrir í þakrennuna eða í lögnina útí pott.

Eigum til á lager allskonar stærðir og lengdir af hitastrengjum  og allt sem þú þarft til að græja málið. Kíktu á úrvalið inná heimasíðunni okkar Rönning.is/hitastrengir 
Zigbee lausnir fyrir snjallheimili
Nú höfum við tekið á lager hjá okkur ljósdeyfa og stýringar sem styðja Zigbee.

Zigbee 3.0 er einn mest notaði samskiptamátinn við snjallvæðingu heimila. Þessi eining vinnur fullkomlega með : Amazon (Alexa), Phillips (Hue), Samsung (SmartThings) og Athom Homey svo eitthvað sé nefnt.

Við viljum benda áhugasömum viðskiptavinum á að hafa samband við Gunnar Viggósson, gunnar@ronning.is vilji þeir kynnast þessum lausnum nánar.
Lumar þú á tómum keflum?

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar