Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.
September 2018

Verkfæri á nýnematilboði í verslunum Johan Rönning í september

Við bjóðum nú hágæða verkfærasett á sérstöku tilboði til nýnema í rafiðngreinum en hægt er að velja um tvo tilboðspakka. 

Komdu við í næsta útibúi Johan Rönning og fáðu réttu verkfærin sem þú þarft fyrir skólann og framtíðina.

Sölumenn okkar taka vel á móti þér!

Rafstöðvar frá Atlas Copco

Hjá Johan Rönning og Sindra bjóðum við upp á varaflstöðvar frá Atlas Copco sem standa vaktina þegar rafmagnið fer.

Við bjóðum annars vegar upp á minni stöðvar til sölu á staðnum og hins vegar getum við útvegað stærri stöðvar að 1000kW og þá einnig til leigu.

Fyrirspurnir: Ásgeir Albertsson, viðskiptastjóri - asgeira@ronning.is

Minni rafstöðvar

Stærri rafstöðvar

Nýjung frá ABB


ABB kynntu á dögunum nýja AFS-spólurofa fyrir allt að 45 kW með áföstum öryggissnertum sem gera þá kjörna til stýringar og vöktunar á vélbúnaði. Þá standast rofarnir kröfur öryggistaðla EN ISO 13849 og EN 62061.

Hafðu samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar eða kynntu þér málið frekar á vefsíðu ABB.

Heimsóknir Phoenix Contact hjá Johan Rönning um allt land

Á liðnum vikum gafst viðskiptavinum okkar kostur á að kynna sér helstu vörur og nýjungar frá þýska framleiðandanum Phoenix Contact.

Við fengum til landsins sérfræðinga frá fyrirtækinu ásamt sérútbúnum bíl sem fór hringinn um landið þar sem útibú okkar og viðskiptavinir voru sóttir heim. 

Við þökkum öllum þeim sem litu við kærlega fyrir komuna!

Nýjar ABB hraðhleðslustöðvar teknar í notkun hjá ON

Orka Náttúrunnar hefur uppfært tvær eldri hleðslustöðvar þeirra á Akranesi og Fitjum í nýjar ABB hraðhleðslustöðvar frá Johan Rönning. Stöðvarnar eru með með CCS og CHAdeMO hraðhleðslutengjum auk Type 2 tengis en samkvæmt ON hafa ABB stöðvarnar „reynst hafa stöðugri og traustari í rekstri en eldri gerð“

Nýverið var tekin í notkun sambærileg stöð á Húsavík og þá verður haldið áfram endurnýjun og uppsetningu fleiri stöðva á þessu ári að sögn ON s.s. á Kópaskeri og Vopnafirði.

Valur Harðarson -
40 ára starfsafmæli

Við óskum Val Harðarsyni til hamingju með 40 ára starfsafmæli sitt hjá Johan Rönning sem hann fagnaði þann 24. ágúst síðastliðinn. 

Valur hóf störf sem sölumaður hjá Johan Rönning í Sundaborg 1978, þá ungur rafvirki frá Seyðisfirði. Árið 1985 tók hann við starfi sölustjóra á lágspennusviði en frá 2002 hefur Valur borið ábyrgð á háspennusviði fyrirtækisins og gerir enn.

Við þökkum Val innilega fyrir árin 40 og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar