SEPTEMBER 2017

TÆKNIDAGAR JOHAN RÖNNING 21 - 22. SEPT.

Dagana 21 - 22. september mun Johan Rönning halda Tæknidaga í samstarfi við ABB. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra og fagkynninga verða haldnar þessa daga. Sérfræðingar frá ABB munu sjá um kynningarnar. Hér er kjörið tækifæri til að sækja sér fróðleik hjá sérfræðingum ABB. Dagskrá Tæknidaga má nálgast með því að smella á myndina eða á heimasíðu okkar, ronning.is.


NÝR STARFSMAÐUR HJÁ JOHAN RÖNNING

Vignir Örn Sigþórsson hefur tekið til starfa hjá Johan Rönning.
Vignir sem er 39 ára gamall, rafmagnsverkfræðingur að mennt starfaði áður sem tæknistjóri rafbúnaðar hjá Orku Nátturunnar, en þar áður hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Landsnet. Vignir lýsir sjálfum sér sem tækni- og steríógræjunörd.
Vignir verður staðsettur í Klettagörðum og mun einbeita sér að sölu- og þjónustu við stórnotendur.
Við bjóðum Vigni hjartanlega velkominn til starfa.
 


 

YFIRSPENNUVARNIR

Vissir þú að á hverju ári slá eldingar til jarðar yfir fjórum milljón sinnum. Tíu prósent þeirra er ná frá skýi til jarðar og afhleðslustraumur getur náð 200.000 A. Með breyttu veðurfari hefur orðið aukning á eldingum og tjóni af völdum þeirra hér á landi. Johan Rönning býður búnað frá Phoenix Contact sem er ætlað að koma í veg fyrir tjón af völdum eldinga. Ef þú vilt koma í veg fyrir slíkt tjón þá eigum við lausnir sem vert er að skoða.



Smelltu á myndina til að sækja bækling frá Phoenix Contact.


 

NÝR LAMPI FRÁ LENA   TYTAN LED

TYTAN LED er nýr IP66 lampi frá LENA sem er kominn á lager. Lampinn er í klassa A++ . Hefur háa nýtni með nýrri tækni og allt að 150lm/W. Uppsetning auðveld með ryðfríum festingum, stillanlegar um +/- 40mm jafnframt með krók til að hengja upp.  SDCM ≤3. CRI>80. Höggstuðull IK09. Hlíf úr polycarbonat sérstaklega gerðu fyrir LED dreyfingu. Stærð:1152x85x80 mm. Smelltu á myndina til að sjá kynningarmyndband.

Vörunúmer: 906459
46W 4°K 7400 lm 

HITASTRENGIR

Ert þú tilbúinn fyrir næsta vetur? Nú er rétti tíminn til að ganga frá hita í þakrennur, tröppur og vatnsinntakið á sumarbústaðnum. Við bjóðum frábært úrval hitastrengja til að verja þakrennur, vatnsinntök og frárennslislagnir gegn frosti. Eigum einnig strengi sem henta í tröppur eða aðra gólffleti. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar eða heimasíða Johan Rönning. 










 

SKINNUSTOKKAR TIL AFLDREIFINGAR

Bjóðum mikið úrval skinnustokka til afldreifingar. Stokkarnir eru í boði frá 50 - 6300 Amper. Bjóðum einnig stokka sem henta vel í framleiðslusali eða verkstæði sem fæðing að hreyfanlegum tækjum. Þeir stokkar eru í húsi úr plastefni sem mögulegt er að beygja framhjá hlutum sem fyrir eru í byggingunni. Kynntu þér málið hjá sölumönnum okkar.

 

KASTARAR Í BRAUTIR

Bjóðum LED kastarar í 3-fasa brautir á frábæru verði. Þeir eru 30 wött og koma í svörtum eða hvítum lit með mattri áferð. Kastararnir hafa 30 gráðu geisla sem er útskiptanlegur fyrir 15/45/60°spegla sem eru til á lager. Líftími er 50.000 klst (L70)
Ljósstreymi: 3000lm í 3000K
                     3100lm í 4000K
Vörunúmer:
SLC8601    LED kastari 830 hvítur    
SLC8602    LED kastari 830 svartur
SLC8603    LED kastari 840 hvítur
SLC8604    LED kastari 840 svartur

BOX FYRIR LED-LJÓS Í LOFTAKLÆÐNINGU

Johan Rönning býður nýja gerð boxa sem kallast ThermoXLED. Þau eru sérstaklega gerð fyrir innfelld LED-ljós sem setja á í klæðningu. Ekki er þörf á sérstökum frágangi fyrir ofan boxin vegna hita sem kemur frá ljósunum. Tvær stærðir eru í boði. Fyrir 74 mm gat og einnig 86 mm. Boxin festast í loftaklæðninguna þegar þeim er þrýst upp í gatið. Ekki er þörf á frekari festingu.

Vörunúmer:  Skýringar:
9320-10          74 mm, hámark 6,6 W
                      dýpt á boxi er 70 mm

Vörunúmer:  Skýringar:
9320-21          86 mm, hámark 10 W
                      dýpt á boxi er 90 mm


DÓSIR OG BOX FYRIR SJÓNSTEYPU

Johan Rönning býður margar áhugaverðar lausnir frá Kaiser þegar setja á rafbúnað í sjónsteypu. Má þar nefna rofadósir í tveimur dýptum, 58 og 82 mm. Einnig bjóðum við tvöfaldar rofadósir og loftadósir fyrir sjónsteypu.  Kaiser framleiðir þar að auki sérstaka botna fyrir HaloX-O boxin fyrir innfelld ljós í sjónsteypu. Með þeim má setja ýmsar stærðir af ljósum með lítilli útbrún í veggi steypta með sjónsteypu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar, www.ronning.is.


LED-BORÐAR FRÁ BILTON

Höfum tekið á lager LED-borða og fylgihluti frá BILTON. Borðarnir eru í varnarflokki IP00 eða IP66. Þétti borðinn er húðaður með sérstakri aðferð svo hann er ekki klæddur með gúmmí hlíf. Borðinn hitnar því síður sem lengir líftíma hans. Eigum einnig mikið úrval prófíla fyrir borðana. Bilton hefur séð okkur fyrir sérhæfðum KNX-búnaði en nú bætum við LED-borðum í vöruúrvalið frá þeim. Þetta er vönduð vara, framleidd í Saalfelden í Austurríki. Upplýsingar af heimasíðu okkar um LED-borða má nálgast hér.






 

ÞÉTTINGAR MEÐ LÖGNUM Í GEGNUM RAKAVARNIR

Sérlega mikilvægt er að frágangur röra í gegnum rakavararlag sé vandaður til að koma í veg fyrir myglu. Gegnum tíðina hefur oft verið þétt með límbandi sem gefur sig á nokkrum árum. Við bjóðum upp á einfalda og ódýra lausn frá Kaiser sem allir ættu alltaf að nota. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar.


 

BERKER QUICKLINK           NÚ ENN BETRI KOSTUR

Það eru komnir nýir QUICK LINK ljósdeyfar, rofa/þrýstirofaliðar og gluggatjaldaliðar í rofadósir fyrir þennan þráðlausa búnað. Þessir nýju liðar eru mun minni um sig heldur en eldri einingar og eru málin aðeins 40x40x18mm. Að auki hefur ljósdeyfirinn verið endurbættur og er nú ætlaður fyrir 230V ljósgjafa, 12V bæði rafeinda- og kjarnaspenna og 3-50 watta LED. Berker lækkaði einnig verðið á öllum liðunum. 
Með þessum nýju einingum er Quicklink orðinn enn betri kostur, bæði hvað varðar ummál og verð. 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2017 Johan Rönning, All rights reserved.