Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

SEPTEMBER 2016

WINDOWMASTER
NÝR BIRGI HJÁ JOHAN RÖNNING

Johan Rönning hefur tekið í sölu búnað frá fyrirtækinu Windowmaster en það framleiðir meðal annars búnað til náttúrulegrar loftræstingar í byggingum. Rafdrifna tjakka til stýringa á opnanlegum gluggafögum og stjórnbúnað til reyklosunnar. Á heimasíðu Windowmaster má finna gott yfirlit yfir þann búnaðar sem fyrirtækið framleiðir.



NÝ GERÐ AF RAÐTENGJUM FRÁ PHOENIX CONTACT

 
Höfum tekið á lager PT-raðtengi frá Phoenix Contact. PT-tengin eru þeim kostum búin að ekki er þörf á verkfæri til að þrýsta vírnum inn í tengið og tengin eru aðeins 3,5 mm á breidd sem setur þau í flokk með allra minnstu raðtengjum á markaðinum. Þau eru að sjálfsögðu til í ýmsum útfærslum svo sem tvö- og þreföld eða fyrir skynjara. Tengin sem eru 1,5q taka minnst 0,25q einþættan vír eða 0,34q vír með endahulsu. Nánari upplýsingar er að finna hér:

NÝTT Á LAGER:
iBRICK-VEGGLJÓS

Höfum tekið í sölu stórglæsileg innfelld LED-veggljós sem kallast iBRICK og koma frá Unilamp. Þau eru í varnarflokki IP54. Ljósin hafa 4,1 watta ljóstvist sem gefur 450 lúmen af 3000 K ljósi. Stærð ljósins er: 245x79x100 mm.


Vörunúmer:  Litur:
3109472        Svargrár
3109473        ljósgrár





   

NÝTT Á LAGER:            
CUBE-VEGGLJÓS

Bjóðum falleg kubbaljós með LED ljósgjafa og stillanlegri ljósdreifingu upp og niður frá ljósinu. Mögulegt er að nota ljósin bæði innan sem utan dyra. Tveir þriggja watta ljósgjafar, 2700K, 305 lúmen eru í hverju ljósi. Varnarflokkur þeirra er IP55. Stærð:110x110x110 mm.

Vörunúmer:     Litur:
3105862          Svargrár
3105863          Hvítt



NÝTT Á LAGER: BAÐVIFTUR FRÁ MAICO

Bjóðum frá Maico sérstaklega vandaðar og hljóðlátar viftur fyrir 100 mm rör eða í þil. Vifturnar geta verið fyrir rofa, eins eða tveggja hraða, sjálfvirkar og stýrt þá af rakastigi í herberginu. Við bjóðum alla áhugasama að koma í næsta útibú okkar og hlusta. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Johan Rönning

NÝ ENDAHULSUTÖNG FRÁ PHOENIX CONTACT

Ný töng frá Phoenix Contact sem pressar endahulsur af stærð 0,14 - 10 mm2 í ferkant. Átak sem þarf til að pressa hana sama er 30% minna en á eldri gerð. Töngin er einnig höggvarin að fram sem kemur í veg fyrir að hún skemmist ef notandi missir hana.

Vörunúmer:
1213154


         


 

HITAKÚTAR FRÁ GORENJE

Bjóðum nú hitakúta frá Gorenje. Gorenje sem er hvað þekktast fyrir framleiðslu á gæða heimilistækjum framleiðir einnig hitakúta. Kútarnir sem við bjóðum eru í stærðum frá 30 til og með 200 litra. Þeir eru úr stáli sem er emalerað til að koma í veg fyrir tæringu vegna súrefnis í vatninu. Upplýsingar um hitakútanna er að finna á heimasíðu okkar:

HITASTRENGIR


Ert þú tilbúinn fyrir næsta vetur? Nú er rétti tíminn til að ganga frá hita í þakrennur, tröppur og vatnsinntakið á sumarbústaðnum. Við bjóðum frábært úrval hitastrengja til að verja þakrennur, vatnsinntök og frárennslislagnir gegn frosti. Eigum einnig strengi sem henta í tröppur eða aðra gólffleti. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar eða heimasíða Johan Rönning




 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2016 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu