Nýr framkvæmdastjóri Johan Rönning

Óskar Davíð Gústavsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Johan Rönning. Óskar hefur starfað hjá félaginu síðan 2007 sem viðskiptastjóri Johan Rönning og Fagkaupa. Óskar er með MBA-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ, BS gráðu í rafmagnstæknifræði frá Odense Tehnikum og sveinspróf í rafvirkjun.

Fráfarandi framkvæmdastjóri, Vignir Örn Sigþórsson, hefur tekið að sér að leiða stórnotendasvið Johan Rönning og framþróun þess.

Sjálfvör með neistavörn
Margir brunar verða hér á landi sem raktir eru til rafmagns. Ótal ástæður geta verið þar að baki en lausar tengingar eru þar algengar. Tengingar geta losnað með tímanum og því æskilegt að fá fagmenn til að yfirfara tengingar, sérstaklega á straumfrekum tækjum. 

Við eigum á lager sjálfvör frá ABB sem eru með neistavörn. Ef að neistamyndun er á greininni þá skynjar sjálfvarið neistann og slær út. Það er engin spurning um að þetta geti skipt sköpum ef að tenging er laus eða ef lögn hefur skemmst án þess þó að leiða út.

Hér má sjá myndband sem sýnir virkni sjálfvaranna: ABB S-ARC

Endilega leitið til sölumanna okkar um nánari upplýsingar um þessa vöru.
Eru jólin ekki að koma?
Núna styttist í að jólaskrautið verði tekið niður af háalofti og farið að koma því fyrir. Margir leggja mikinn metnað í að skreyta utandyra og getur verið krefjandi að ganga almennilega frá tengingum við rafmagn í þessari veðráttu sem við búum við.

Við eigum til mikið úrval af framlengingarsnúrum og fjöltengjum ásamt lausnum sem henta vel utandyra.

Endilega skoðið hvað við höfum uppá að bjóða á Rönning.is
Lýsum upp skammdegið
Nú er haustið komið og daginn farin að stytta mikið. Það er fátt betra en að lífga upp á skammdegið með  vel útfærðri og snyrtilegri útilýsingu. Við hjá Johan Rönning bjóðum upp á mikið úrval af flottum ljósum á lager ásamt því að geta sérpantað ljós eftir þínum óskum. Við mælum með að þú rennir við hjá okkur og athugir hvað við getum gert fyrir þig.

Skoðaðu úrval okkar af ljósum inn á Rönning.is

Meðfylgjandi mynd er frá félögum okkari í Rovasi. Þið getið smellt á myndina til að kynna ykkur hvað þau hafa uppá að bjóða.
Vertu tilbúin í veturinn
Það þekkja margir að vera að moka snjó úr þakrennum í vetrarhörkum og hugsa "af hverju græjaði ég þetta ekki í sumar?" Nú er einmitt tíminn til að koma hitastrengjum fyrir í þakrennuna eða í lögnina útí pott.

Við eigum til á lager alls konar stærðir og lengdir af hitastrengjum og allt sem þú þarft til að græja málið. Leitaðu til sölumanna okkar og þeir ráðleggja þér hvað er besta að gera en þú getur líka skoðað úrvalið inná heimasíðunni okkar Rönning.is/hitastrengir 
Kapalkefli

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Frír akstur í október
Í október mun Johan Rönning bjóða áfram frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Við byrjuðum að bjóða frían akstur þegar samkomutakmarkanir voru hertar og hafa viðtökurnar verið framar vonum og höfum við því ákveðið að framlengja þessu amk. út október.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar