Lýsum upp skammdegið
Það er orðið erfitt að þræta fyrir að það sé komið haust. Það er fátt betra en að lífga upp á skammdegið með  vel útfærði og snyrtilegri útilýsingu. Við hjá Johan Rönning bjóðum upp á mikið úrval af flottum ljósum á lager ásamt því að geta sérpantað ljós eftir þínum óskum. Við mælum með að þú rennir við hjá okkur og látir okkur vita hvað við getum gert fyrir þig.

Skoðaðu úrval okkar af ljósum inn á Rönning.is
Þilofnar
Komin er áralöng reynsla hjá okkur af þilofnunum frá Roundline. Ofnarnir koma í stærðum frá 300-1500W og er hægt að hafa þá bæði 20 og 40 cm á hæð. Núna er góður tími til að fara yfir ofnana svo endilega leitið til sölumanna okkar og fáið ráðgjöf hvað sé best að gera. Ofnarnir eru líka aðgengilegir á vefsíðu okkar Rönning.is

Á meðfylgjandi mynd má sjá Brynjar og Anný sölumenn okkar á Selfossi, þar er að sjálfsögðu til gott úrval af ofnum. 
Er kraftur í þér?

Johan Rönning óskar eftir að ráða þjónustulundaðan, metnaðarfullan og harðduglegan söluráðgjafa í höfuðstöðvar fyrirtækisins að Klettagörðum í Reykjavík.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfsumhverfi.

Johan Rönning var stofnað árið 1933 og er hluti af Fagkaup sem rekur jafnframt verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn og veitur, S. Guðjónsson og Áltak.
Hjá Johan Rönning starfa um 160 starfsmenn í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, á Grundartanga, Selfossi og Akureyri.
Höfuðstöðvar félagsins eru að Klettagörðum 25 í Reykjavík. 

Johan Rönning hlaut nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2020 og var það í 10 skiptið sem Johan Rönning hlýtur þessa nafnbót sem starfsmenn bera með miklu stolti.

Johan Rönning starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Umsóknir og nánari upplýsingar veitir Helgi Guðlaugsson helgig@ronning.is

Bolafótur í Reykjanesbæ
Í Reykjanesbæ er Johan Rönning með glæsilegt útibú. Þar eru þrír starfsmenn þeir Guðni, Birgir og Pétur. Eins og sjá má á myndinni eru þeir einskonar þverskurður af Reykjanesinu en vinna saman sem eitt lið.

Útibúið okkar er í nýstandsettu húsnæði að Bolafæti 1 og deilum við þar húsnæði með vinum okkar í Sindra og Vatni & veitum. Endilega kíkið við hjá þessum herramönnum ef þið eruð á ferðinni í Reykjanesbæ. 
Varaaflstöðvar
Eigum mikið úrval af varaaflstöðvum frá Atlas Copco í ýmsum stærðum og gerðum. Allt frá handhægum minni rafstöðvum upp í stórar vélar í einangraðri veðurhlíf. Hljóðlátar, traustar og sterkar til notkunar við ýmsar aðstæður.

Síðastliðinn vetur gekk hver hamfaralægðin yfir okkur með miklu álagi á raforkukerfið okkar og tilheyrandi rafmagnsleysi. Margir vöknuðu þá upp við  vondan draum þegar það vantaði rafmagn svo dögum skipti. Núna er rétti tíminn til að koma þessu í gott horf.

Hafðu samband við Ásgeir (asgeira@ronning.is) og hann fræðir þig um allt sem þú þarft að vita. Svo er að sjáfsögðu hægt að skoða úrvalið inn á Rönning.is
Hitastrengir
Það þekkja margir að vera að moka snjó úr þakrennum í skítakulda og hugsa "afhverju græjaði ég þetta ekki í sumar/haust?". Núna er einmitt tíminn til að koma hitastrengjum fyrir í þakrennuna eða í lögnina útí pott.

Eigum til á lager allskonar stærðir og lengdir af hitastrengjum  og allt sem þú þarft til að græja málið. Kíktu á úrvalið inná heimasíðunni okkar Rönning.is/hitastrengir 
Lumar þú á tómum keflum?

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar