Október 2018

LED lýsing frá Greenled

LED er sífellt að verða vinsælli valkostur þegar kemur að lýsingu í íþróttahöllum, verslunum og öðrum opnum rýmum enda í senn orkusparandi og býður upp á góða birtueiginleika.

Við bjóðum heildarlausnir í lýsingu frá finnska framleiðandanum Greenled en meðal verkefna sem Johan Rönning hefur tekið þátt í er lýsing í:
  • TM höllinni Reykjanesbæ
  • Íþróttahúsinu í Grindavík
  • Víkingsheimilinu
  • Hertz-Höllinni Seltjarnarnesi
Í þessum íþróttahúsum hafa verið sett upp Omega-ljós frá Greenled en ljósin bjóða upp á fjölda möguleika í uppsetningu, einfalda tengingu og henta sérstaklega vel fyrir íþróttamannvirki, verslanir, vöruhús og skrifstofur.
 
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við sölumenn okkar.

Euroskills 2018

Johan Rönning er stoltur bakhjarl Jóns Þórs Einarssonar sem keppir fyrir hönd Íslands á Euroskills 2018, keppni ungra iðnaðarmanna sem fram fer núna dagana 26. - 28. september en þar keppa ungir iðnaðarmenn og konur í yfir 40 ólíkum greinum.

Við höfum gefið til verkefnisins rafbúnað, íhluti, vinnuföt og verkfæri sem nýtast bæði til undirbúnings og fyrir keppnina sjálfa en Jón Þór hefur að eigin sögn staðið í ströngu undanfarnar vikur. 

Við bendum á Facebook síðu FÍR þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.

Fibox ARCA 

Fibox ARCA skáparnir sameina eiginleika stálskápa og endingu og þol plastskápa. Skápana er auðvelt að sérsníða að þínum þörfum og henta íslenskum aðstæðum einkar vel.
  • Úr 100% polycarbonate með íblönduðum glertrefjum 
  • Vatns- og rykvarnir að IP66
  • Höggþolnir að IK10
  • Eldvarðir UL 94-5VA
  • Þola allt að 1500V
  • Varðir fyrir UV geislun
Skáparnir eru til í stærðum frá 200 x 300 x 150 mm til 800 x 600 x 300 mm.

Skoðaðu úrvalið á Rönning.is

Brunaþolnar tengidósir

Við bjóðum nú brunaþolnar tengidósir E30-E90 með sérstökum eldþolnum keramík tengjum sem hönnuð eru til þess að þola eld í allt að 90 mínútur.
  • Tvær stærðir: 10x10x5,3cm og 17x15x8,15 cm 
  • Auðveld uppsetning
  • Taka lítið pláss
Sjá Rönning.is fyrir frekari upplýsingar eða hafið samband við sölumenn okkar. 
 
Smelltu á myndina að neðan til að horfa á myndbandið.

Þarftu að verja lagnirnar fyrir veturinn?


Nú er tíminn til að ganga frá hita í þakrennur, við vatnsinntakið eða frárennslið frá sumarbústaðnum. 

Við bjóðum frábært úrval hitastrengja frá KIMA til að verja þakrennur, inntaks- og frárennslislagnir gegn frosti. Einnig eigum við strengi sem henta í tröppur eða á aðra gólffleti. Strengirnir eru fáanlegir í ýmsum lengdum, með eða án tengils.

Líttu á úrvalið í vefverslun okkar Rönning.is

Rafiðnaðarbraut FVA fær efni frá Johan Rönning

Við afhentum á dögunum rafiðnaðarbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi efni frá Berker o.fl. sem nýtast mun í kennslu og í verklegum æfingum.

Á myndinni eru þeir Sævar Berg Sigurðsson, kennari á rafiðnaðarbraut FVA og Finnur Rósenbergsson, útibússtjóri Johan Rönning á Grundartanga sem færði FVA gjöfina ásamt Helga Guðlaugssyni, viðskiptastjóra.

Við óskum nemendum í rafiðngreinum við FVA líkt og við aðra skóla velfarnaðar í náminu á komandi vetri.
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800 

Verslanir okkar
 

Umsjón: Kristófer Kristófersson
kristofer@ronning.is