Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

OKTÓBER 2017

VIÐNÁMSMÆLAR OG GREININGATÆKI FRÁ MEGGER

Johan Rönning býður mikið úrval af einangrunarviðnámsmælum frá Megger. Mögulegt er að fá mælana með 5, 10 eða 15 kV hámarksútgangsspennu. Mælana má fá með minni til að vista mælingar og flytja í tölvu. Þeir eru allir CAT IV 600-1000V og geta mælt allt að 35 TΩ. Mælarnir geta unnið hvort sem er beintengdir við 230VAC eða á rafhlöðu. Varnarflokkur hans er IP65 þegar mælirinn er lokaður en IP40 þegar mæling er í gangi. Nánari upplýsingar um mælitækin frá Megger er að finna á heimasíðu okkar.

LED-BORÐAR FRÁ BILTON

Höfum tekið á lager LED-borða og fylgihluti frá BILTON. Borðarnir eru í varnarflokki IP00 eða IP66. Þétti borðinn er húðaður með sérstakri aðferð svo hann er ekki klæddur með gúmmí hlíf. Borðinn hitnar því síður sem lengir líftíma hans. Eigum einnig mikið úrval prófíla fyrir borðana. Bilton hefur séð okkur fyrir sérhæfðum KNX-búnaði en nú bætum við LED-borðum í vöruúrvalið frá þeim. Þetta er vönduð vara, framleidd í Saalfelden í Austurríki. Upplýsingar af heimasíðu okkar um LED-borða má nálgast hér.




 

HREYFISKYNJARI Á LOFT

Johan Rönning hóf nýlega sölu 360° hreyfiskynjara frá Hager sem ætlaður er á loft. Þessi hreyfiskynjarari hefur mikið en stefnuvirkt skynjunarsvið. Á langveginn er drægnin tuttugu metrar (10+10) en þverskynjun um það bil fjórir metrar. Þannig hentar skynjarinn ákaflega vel i ganga, og hefur hann meðal annars verið notaður í bílakjallara með góðum árangri. Uppgefin hæðarstaðsetning er þrír metrar +/- 50cm. Hreyfiskynjarinn er 10A og bæði tími 5s -15 mín og ljósnæmni 2-2000 Lux eru stillanleg, Skynjunarsvið er ekki hægt að stilla. Þessi hreyfiskynjari er mjög sterkur og hentar vel við erfiðar aðstæður. Hann er IP54 og má nota í allt að 20 gráðu frosti. Eftir sem áður eru hann snyrtilegur og ekki mikill um sig og hentar ekki síður innandyra, Ekki skemmir að skynjarinn er á frábæru verði miðað við hversu öflugur hann er. 


Vörunúmer: EE880



 

FESTITAPPI Í MÚRHÚÐAÐA EINANGRUN

Nýlega hófum við sölu á festingum frá Kaiser, sem ætlaðar eru í múrhúðaða einangrun og henta sérstaklega vel til notkunar utanhús , t.d. til að festa upp lampa. Festitappinn sjálfur samanstendur af tveimur hlutum, hulsu sem rekin er í 20 mm borgat og tappa. Hulsan hefur 6 mm ugga sem þrýstast út í einangrunina þegar festitappinn sjálfur er rekinn í hulsuna. Mikilvægt er að bora ekki dýpra inn en sem nemur  lengd hulsunnar, til að hún hafi viðnám þeggar tappinn er rekinn í. Hausinn á tappanum hefur mörg göt fyrir sjálfborandi skrúfur, svo auðvelt er að stilla hlutina af, hafi götin ekki verið í nákvæmri lá- eða lóðréttri línu og eru skekkjumörk allt að 10mm. Við bjóðum einnig sérstakan hulsubor frá Kaiser, sem er ætlaður fyrir þessar festingar.
 
Vörunúmer: 
1159-50       Festitappi
1088-06       Bor

HITASTRENGIR

Ert þú tilbúinn fyrir næsta vetur? Nú er rétti tíminn til að ganga frá hita í þakrennur, tröppur og vatnsinntakið á sumarbústaðnum. Við bjóðum frábært úrval hitastrengja til að verja þakrennur, vatnsinntök og frárennslislagnir gegn frosti. Eigum einnig strengi sem henta í tröppur eða aðra gólffleti. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar eða heimasíða Johan Rönning. 







 

NÝTT LJÓS FRÁ LENA INDUSTRY EVO

Nú bjóðum við vinsæla INDUSTRY lampann með ljóstvistum og einnig dimmanlegan DALI.
Hann er einkar þægilegur í uppsetningu. Mögulegt er að bæta við álgrilli sem fjölgar stöðum þar sem lampinn hentar. Lampinn er gegnum tengdur með 5x2,5q og í varnarflokki IP 23.

Ljósstreymi : 9500 lúmen 
Ljóslitur : 4000K 
Líftími : 50.000 klst. (L70B50) ta=25°C
Mál : 1490 x 137 x 70 mm

Vörunúmer:
541506     60W IP23 9500lm
541384     60W IP23 DALI
540004     INDUSTRY EVO álgrill
541247     Upphengikrókur


 

BOX FYRIR LED-LJÓS Í LOFTAKLÆÐNINGU

Johan Rönning býður nýja gerð boxa sem kallast ThermoXLED. Þau eru sérstaklega gerð fyrir innfelld LED-ljós sem setja á í klæðningu. Ekki er þörf á sérstökum frágangi fyrir ofan boxin vegna hita sem kemur frá ljósunum. Tvær stærðir eru í boði. Fyrir 74 mm gat og einnig 86 mm. Boxin festast í loftaklæðninguna þegar þeim er þrýst upp í gatið. Ekki er þörf á frekari festingu. Myndband er að finna hér.

Vörunúmer:  Skýringar:
9320-10          74 mm, hámark 6,6 W
                      dýpt á boxi er 70 mm

Vörunúmer:  Skýringar:
9320-21          86 mm, hámark 10 W
                      dýpt á boxi er 90 mm



 

NÝR LAMPI FRÁ LENA   TYTAN LED

TYTAN LED er nýr IP66 lampi frá LENA sem er kominn á lager. Lampinn er í klassa A++ . Hefur háa nýtni með nýrri tækni og allt að 150lm/W. Uppsetning auðveld með ryðfríum festingum, stillanlegar um +/- 40mm jafnframt með krók til að hengja upp.  SDCM ≤3. CRI>80. Höggstuðull IK09. Hlíf úr polycarbonat sérstaklega gerðu fyrir LED dreyfingu. Stærð:1152x85x80 mm. Smelltu á myndina til að sjá kynningarmyndband.

Vörunúmer: 906459
46W 4°K 7400 lm 

ÞÉTTINGAR MEÐ LÖGNUM Í GEGNUM RAKAVARNIR

Sérlega mikilvægt er að frágangur röra í gegnum rakavarnarlag sé vandaður til að koma í veg fyrir myglu. Gegnum tíðina hefur oft verið þétt með límbandi sem gefur sig á nokkrum árum. Við bjóðum upp á einfalda og ódýra lausn frá Kaiser sem allir ættu alltaf að nota. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar.


 

BERKER QUICKLINK           NÚ ENN BETRI KOSTUR

Það eru komnir nýir QUICK LINK ljósdeyfar, rofa/þrýstirofaliðar og gluggatjaldaliðar í rofadósir fyrir þennan þráðlausa búnað. Þessir nýju liðar eru mun minni um sig heldur en eldri einingar og eru málin aðeins 40x40x18 mm. Að auki hefur ljósdeyfirinn verið endurbættur og er nú ætlaður fyrir 230V ljósgjafa, 12V bæði rafeinda- og kjarnaspenna og 3-50 watta LED. Berker lækkaði einnig verðið á öllum liðunum. 
Með þessum nýju einingum er Quicklink orðinn enn betri kostur, bæði hvað varðar ummál og verð. 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2017 Johan Rönning, All rights reserved.