GREENLED SIGMA - keppnislýsing í íþróttahús
Á dögunum var sett upp ný keppnislýsing í íþróttahöllina á Akureyri og KA heimilið. Fyrir valinu varð SIGMA lampinn frá GREENLED í Finnlandi. Virkilega flottur lampi frá þeim sem er 280W, skilar 40.000lm og auðvelt er að deyfa lýsinguna. Litarendurgjöf er CRI90, ljóslitur er 4000K og einnig uppfyllir hann allar TLCi kröfur fyrir sjónvarpsupptöku.

Ávinningur með svona útskiptum er mikill. Betri og jafnari lýsing, minni orkunotkun, stiglaus ljósdeyfing og langur líftími.
Light+Building 2022

Dagana 1.- 6. október var Light+Building sýningin haldin í Frankfurt þar sem margir af okkar helstu birgjum voru að kynna nýjungar í vöruframboði.

Þriðjudaginn 4. október buðum við í Johan Rönning viðskiptavinum okkar sem voru á sýningunni upp á dagskrá þar sem básar nokkra af okkar birgjum voru heimsóttir og vörur þeirra kynntar. Virkilega góð mæting var á þessar kynningar og var mikið fjör enda fróðleiksfús hópur á ferð. Kvöldið endaði í óvissuferð sem var í boði Johan Rönning og Hager.

Tilbúin í veturinn?
Núna er veturinn að skella á okkur og það er ekki hægt að fresta lengur því sem við ætluðum að gera í sumar. Áttu eftir að setja hitastreng í rennuna eða á lögnina útí pott? Vantar nýjan ofn inní herbergi eða uppí bústað? Viltu setja hita undir flísarnar? Er hitakúturinn of lítill?

Þú getur skoðað það sem er í boði inná Rönning.is eða kíkt á okkur rætt við sölufólk hvaða möguleikar eru í stöðunni.
 
Spennandi spennur

Höfum tekið í sölu virkilega sniðugar barkafestingar. Þær eru sérhannaðar til að festa barka í steypta veggi/gólf  þegar búið að fræsa. Það þarf engin verkfæri því festingunni er smellt á barkann og svo er barkanum bara þrýst í raufina. Við eigum þær til í þremur stærðum, 16, 20 og 25mm.

Festingarnar eru fáanlegar í vefverslun okkar:

Pro Clip 16mm barkafesting
Pro Clip 20mm barkafesting
Pro Clip 25mm barkafesting

Smelltu á myndina til að skoða myndbandið á síðu Youtube.
Lekaliðar fyrir rafeindabúnað
Við erum með á lager AP-R lekaliða frá ABB. Þessir liðar eru sérlega ónæmir fyrir óæskilegum útslætti. Þeir hafa alla eiginleika sem lekaliðar af gerð A hafa og til viðbótar þá eru þeir ónæmir fyrir truflunum vegna lekastrauma frá rafeindabúnaði. Þeir henta því vel fyrir rafveitur þar sem mikið er af búnaði sem inniheldur rafeindabúnað. Til dæmis LED-ljós.

Hægt er að nálgast lekaliðana í vefverslun okkar:

Lekaliði F200 AP-R 30mA 2p. 40A
Lekaliði F200 AP-R 30mA 2p. 63A
Lekaliði F200 AP-R 30mA 4p. 40A
Lekaliði F200 AP-R 30mA 4p. 63A
Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?
Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar