Sjálfbærni í umbúðum
The Light Group (TLG) fór nýlega í endurskoðun á umbúðum fyrir vörur þeirra. TLG er umhugað um að lágmarka það umhverfisspor sem umbúðirnar skilja eftir sig.

Eftir umtalsverðar breytingar komu TLG fram með nýjar og umhverfisvænni umbúðir sem er þægilegra að vinna með og auðvelda frágang eftir uppsetningu.
  • Ekkert plast
  • 100% endurunninn bylgjupappi
  • Leiðbeiningar prentaðar á umbúðir
  • Engir límmiðar á umbúðum
  • Staflanlegar umbúðir
Fyrstu vörurnar sem eru fáanlegar í þessum nýju umhverfisvænu umbúðum eru OneSoft og One360. 
Mælar frá Megger
Fjölsviðsmælar er eitthvað sem allir rafvirkjar þurfa að hafa til taks í töskunni. Höfum tekið á lager þrjár gerðir af fjölsviðsmælum frá Megger. Við höfum verið með iðnaðarmæla frá þeim í nokkurn tíma og hefur reynslan verið mjög góð. 

Endilega kynnið ykkur þá betur á heimasíðunni okkar:
Fjölsviðsmælir AVO 210
Fjölsviðsmælir AVO 410
Fjölsviðsmælir AVO 835
Útilýsing í Klettagörðum

Á dögunum var skipt um ljós hjá okkur í skyggninu á Klettagörðum 25. Ljósin sem urðu fyrir valinu hjá okkur eru frá ROVASI og heita WATERTIGHT. Virkilega öflug og flott ljós sem eru 48W og eru að skila 5.333 lm.

Endilega gefðu þeim auga næst þegar þú ert á ferðinni til okkar í Klettagarða en þú getur svo líka skoðað þau á heimasíðunni okkar Rönning.is

Eru jólin ekki að koma?
Núna styttist í að jólaskrautið verði tekið niður af háalofti og farið að koma því fyrir. Margir leggja mikinn metnað í að skreyta utandyra og getur verið krefjandi að ganga almennilega frá tengingum við rafmagn í þessari veðráttu sem við búum við.

Við eigum til mikið úrval af framlengingarsnúrum og fjöltengjum ásamt lausnum sem henta vel utandyra.

Endilega skoðið hvað við höfum uppá að bjóða á Rönning.is
Sjálfvör með neistavörn
Margir brunar verða hér á landi sem raktir eru til rafmagns. Ótal ástæður geta verið þar að baki en lausar tengingar eru þar algengar. Tengingar geta losnað með tímanum og því æskilegt að fá fagmenn til að yfirfara tengingar, sérstaklega á straumfrekum tækjum. 

Við eigum á lager sjálfvör frá ABB sem eru með neistavörn. Ef að neistamyndun er á greininni þá skynjar sjálfvarið neistann og slær út. Það er engin spurning um að þetta geti skipt sköpum ef að tenging er laus eða ef lögn hefur skemmst án þess þó að leiða út.

Hér má sjá myndband sem sýnir virkni sjálfvaranna: ABB S-ARC

Endilega leitið til sölumanna okkar um nánari upplýsingar um þessa vöru.
Kapalkefli

Kefli óskast! - Lumar þú á tómum keflum?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.

Frír akstur í nóvember
Í nóvember mun Johan Rönning bjóða áfram frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Við byrjuðum að bjóða frían akstur þegar samkomutakmarkanir voru hertar og hafa viðtökurnar verið framar vonum og höfum við því ákveðið að framlengja þessu að minnsta kosti út nóvember.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar