Dýrafjarðargöng
Dýrafjarðargöng voru opnuð fyrir umferð í síðasta mánuði. Göngin, sem eru 5,6km löng, tengja saman Dýrafjörð og Arnarfjörð og leysa af hólmi erfiðan fjallveg um Hrafnseyrarheiði.

Rafverktaki þessa verkefnis var Rafskaut á Ísafirði. Mikill hluti rafbúnaðar sem er í göngunum kemur frá Johan Rönning. Má þar nefna spennistöðvar og háspennustrengi sem liggja um göngin. Einnig eru strengir, töflubúnaður, blásarar, upplýsingaskilti, varaafl og almenn lýsing frá Johan Rönning.

Við óskum starfsfólki Rafskauts sem og Vestfirðingum öllum til hamingju með þessa miklu samgöngubót.
 
Ráðstefna hjá Phoenix Contact
Eftir að öllum stórum sýningum fyrir fagfólk var frestað hafa margir af okkar birgjum verið að bjóða uppá ráðstefnur á netinu. Núna eru þau hjá Phoenix Contact með spennandi dagskrá dagana 16-20 nóvember sem við mælum með að sem flestir kynni sér.

Boðið verður uppá 50 fyrirlestra þar sem verið er að kynna nýjar vörur auk þess sem hægt verður að taka þátt í umræðum við sérfræðinga frá þeim.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan, skoðaðu hvað er í boði og skráðu þig á spennandi fyrirlestra.
 
Við erum til staðar fyrir þig
Í ljósi breyttra samkomutakmarkana höfum við aðlagað starfsemi okkar
með öryggi og heilsu viðskiptavina og starfsfólks að leiðarljósi.
 
Frá og með mánudeginum 2. nóvember geta viðskiptavinir sótt til okkar þjónustu í tvö rúmgóð sóttvarnahólf í Klettagörðum. Þetta er gert gegnum aðalinngang og inngang á vinstri hlið hússins. Þar verður starfsfólk okkar til þjónustu reiðubúið alla virka daga frá 07:30-17:00.
 
Við minnum á að hægt er að gera pantanir gegnum heimasíðu okkar
www.ronning.is og hringja í síma 5 200 800.
 
Útibúin okkar verða áfram opin eins og áður og þar verður að sjálfsögðu einnig gætt að sóttvörnum.

Við minnum á að við erum öll almannavarnir!
Frír akstur í nóvember
Í nóvember mun Johan Rönning bjóða frían akstur á pöntunum yfir 10.000 kr!

Mjög margir nýttu sér þetta í síðasta mánuði og því höfum við ákveðið að framlengja þetta út nóvember.

Frír akstur er í boði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu eða á þjónustustöð flutningsaðila fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni.

Við minnum á að auðvelt er að panta vörur í vefverslun okkar á Rönning.is

Þú pantar og við sendum!
Lýsum upp skammdegið
Veturinn er kominn og dagurinn farinn að styttast. Þá er fátt betra en að lífga upp á skammdegið með  vel útfærði og snyrtilegri útilýsingu.

Johan Rönning býður upp á mikið úrval af flottum ljósum sem við eigum á lager ásamt því að geta sérpantað ljós eftir þínum óskum. Við mælum með að þú hafir samband við okkur og kannir hvað við getum gert fyrir þig.

Skoðaðu úrval okkar af ljósum inn á Rönning.is
Útibúið á Akureyri
Í blíðunni fyrir norðan er Johan Rönning með glæsilegt útibú. Við erum til húsa að Draupnisgötu 2 í húsnæði sem við vorum að stækka svo aðstaðan þar er eins og best verður á kosið. Þar starfa níu manns sem kappkosta við að veita toppþjónustu. 

Ásamt því að vera með okkar vörur erum við með gott úrval af verkfærum frá Sindra og vinnufatnaði frá Sindra Vinnuföt.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af starfsmönnum okkar á Akureyri. Eins og glöggir lesendur sjá er myndin ekki ný þar sem það er enginn snjór og það vita allir að Akureyringar eru sérstaklega löghlýðnir og virða tveggja metra regluna.
Þilofnar
Komin er áralöng reynsla hjá okkur af þilofnunum frá Roundline. Ofnarnir koma í stærðum frá 300-1500W og er hægt að hafa þá bæði 20 og 40 cm á hæð. Núna er góður tími til að fara yfir ofnana svo endilega leitið til sölumanna okkar og fáið ráðgjöf hvað sé best að gera. Ofnarnir eru líka aðgengilegir á vefsíðu okkar Rönning.is

Á meðfylgjandi mynd má sjá Brynjar og Anný sölumenn okkar á Selfossi, þar er að sjálfsögðu til gott úrval af ofnum. 
Framúrskarandi fyrirtæki
Við tókum stolt við viðurkenningunni "Framúrskarandi fyrirtæki 2020" sem Creditinfo veitir fyrir framúrskarandi árangur í rekstri fyrirtækja.
Sjá nánar á Rönning.is
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar