Nóvember 2019
Afmæli á Akureyri
Í október síðastliðnum átti útibúið okkar á Akureyri afmæli. Þá voru 20 ár síðan við opnuðum útibúið og að sjálfsögðu var haldið uppá það. Boðið var upp á sushi og lifandi tónlist í hádeginu og mættu þar 150 manns. Við viljum þakka öllum þeim sem komu kærlega fyrir komuna og að gleðjast með okkur á þessum tímamótum. 


Gjöf til nemenda VMA
Johan Rönning og Sindri Vinnuföt ásamt Rafiðnaðarsambandi Íslands og Rafiðnarfélagi Norðurlands færðu nemendum við rafmagnsdeild Verkmenntaskóla Akureyrar jakka að gjöf. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur taka á móti gjöfinni ásamt Óskari Inga deildarstjóra rafiðnaðardeildar hjá VMA.

Tenglar með USB
Berker er komin með á markað tengla sem eru með tveimur innbyggðum USB hleðslutenglum. Tenglarnir eru komnir á lager hjá okkur og eru fáanlegir í öllum vinsælustu línunum frá þeim. Frábær viðbót við vöruúrval Berker.

Tengill S1 Hvítur glans með USB
Tengill S1 Hvítur matt með USB
Tengill S1 Svartur með USB
Tengill Q Hvítur með USB
Tengill K1 Hvítur með USB


Viltu vita meira um hleðslustöðvar?

Rafbílum fjölgar stöðugt á götunum og verðum við flest vör við aukna eftirspurn eftir hleðslustöðvum fyrir bílana. Við bjóðum rafverktökum og starfsfólki þeirra að koma á hádegiskynningu til að fræðast um þær lausnir sem Johan Rönning getur boðið. Sérfræðingar okkar fara yfir eiginleika hleðslutækjanna ásamt því að svara þeim spurningum sem kunna að vakna. Endilega hafðu samband við okkur á netfangið ronning@ronning.is og við finnum tíma fyrir þig.


 

Rakaþéttur lampi

Vorum að fá á lager þessa lampa frá Thorn. Lampinn kemur í fjórum lengdum, 663mm, 1263mm, 1563mm og 1825mm. Hann er auðveldur í uppsetningu, gegnumtengjanlegur og hefur þéttleika IP66. Hægt er að hafa hann hangandi eða beint á loft og fylgir festing fyrir hvort tveggja. Virkilega snyrtilegur lampi sem vert er að skoða nánar. 
Lampinn er fáanlegur í vefverslun okkar Rönning.is: Rakaþéttur lampi Eco Lucy IP66
 

 

Útiljós

Dagarnir eru farnir að styttast og þá fer fólk að spá í útilýsingu. Við eigum mikið úrval af ljósum á lager og langar okkur að benda á Piazza II frá Thorn. Virkilega snyrtilegur og sterkbyggður lampi sem hentar vel að setja í töluverða hæð. Lampinn er 25W (2910lm), hefur þéttleika IP65 og höggþol IK10. Hann hentar því vel íslenskum aðstæðum. Þetta ljós er meðal annars notað til að lýsa upp útbú okkar á Reyðarfirði.

Hérna er hlekkur á lampann í vefverslun okkar: Piazza II

 



Við mælum með að skoða úrvalið af ljósum hjá okkur á Rönning.is/ljósbúnaður

Hitastrengir

Núna er rétti tíminn til að græja þakrennurnar heima og vatnslagnirnar í sumarbústaðnum fyrir veturinn. Erum með mikið úrval af hitastrengjum á lager hjá okkur ásamt mottum sem fara beint undir flísar. Einnig eru til lausnir til að setja undir parket. Hafið samband við sölumenn okkar og þeir aðstoða þig við val á réttum streng fyrir þig. 
 


 

Þilofnar

Roundline ofnarnir frá Tego hafa verið til sölu hjá okkur í mörg ár og er komin mjög góð reynsla á þá. Núna var Tego að koma með ofn sem er IP24 (splash proof) sem hentar að nota inn í votrýmum. Þeir koma í tveimur stærðum, 300w og 600w.

Hérna má sjá þá á heimasíðunni okkar:
Þilofn 300w 33x40cm IP24
Þilofn 600w 53x40cm IP24

Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar