Nóvember 2018

DISANO Techno brautarkerfi


Höfum tekið á lager nýtt brautarkerfi frá Disano
. Kerfi sem þessi henta víða svo sem í verslanir, vöruhús, ganga og stærri rými.


Brautirnar koma í tveimur lengdum, 2,8m og 4,2m með fimm póla víringu. 

Nokkrar gerðir af ljósum í tveim styrkleikum og þrem ljósdreifikúrfum.

Kerfið er einkar þægilegt í uppsetningu og miklir möguleikar í upphengibúnaði.

Brautakerfi henta sérlega vel við breytingar og viðbætur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar.

Fræðslusetur rafiðnaðarins með KNX-búnað frá Johan Rönning

Stjórnir Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins hafa stofnað fræðslusetur sem heldur utanum verkefni þessara tveggja stofnana. Fræðslusetrið er kynnt undir nafninu RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins, og hefur það hlutverk að sinna fræðslu og menntamálum rafiðnaðarins. RAFMENNT mun því bera ábyrgð á þeim þjónustu og fræðslusamningum sem Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins sinna.

RAFMENNT hefur nú fjárfest í KNX-búnaði frá Berker með veglegum stuðningi frá Johan Rönning.
Við óskum þeim til hamingju með búnaðinn.

Hér má sjá Helga Guðlaugsson viðskiptastjóra afhenda Þór Pálssyni framkvæmdastjóra vörurnar.

Tilboð á Sverker 900 liðaprófunartæki

Johan Rönning hf hefur undanfarin ár verið í góðu samstarfi við Megger. Sverker 900 er liðaprófunartæki ásamt því að vera alhliða mælitæki fyrir spennistöðvar. Sverker 900 er hannað til að framkvæma þriggja fasa prófanir á varnarbúnaði. Það gefur frá sér þrjá strauma og fjórar spennur. Með því að rað- og/eða hliðtengja straum og spennugjafa næst upp í 105 A AC eða 900 V AC á útgangi. Mögulegt er að stýra magni straums/spennu, fasa vinkli og tíðni. Frekari upplýsingar um búnaðinn eru hér.

Með hverjum keyptum Sverker 900 fylgir AVO 835 fjölsviðsmælir. AVO 835 er gerður fyrir allt að 1000 V AC, DC og AC+DC spennumælingar ásamt því að mæla frá 0,1 mA upp í 10 A straum. Tilboðið gildir til 31.12 2018. Nánari upplýsingar um mælinn er að finna á heimasíðu.

Johan Rönning afhendir Tækniskólanum gjöf

Í síðasta mánuði afhentum við hjá Johan Rönning Tækniskólanum töfluskápa frá ABB til kennslu í þrjátíu vinnubása. Um er að ræða bæði mælatöflur og greiniskápa sem við vonum að komi rafiðnaðarnemum til góða á komandi árum.
Hér má sjá Sigursteinn Óskarsson fyrir hönd Tækniskólans taka við gjöfinni frá Helga Guðlaugssyni Viðskiptastjóra hjá Johan Rönning.

Þarftu að verja lagnirnar fyrir veturinn?


Nú er tíminn til að ganga frá hita í þakrennur, við vatnsinntakið eða frárennslið frá sumarbústaðnum. 

Við bjóðum frábært úrval hitastrengja frá KIMA til að verja þakrennur, inntaks- og frárennslislagnir gegn frosti. Einnig eigum við strengi sem henta í tröppur eða á aðra gólffleti. Strengirnir eru fáanlegir í ýmsum lengdum, með eða án tengils.

Líttu á úrvalið í vefverslun okkar Rönning.is

Fibox ARCA 

Fibox ARCA skáparnir sameina eiginleika stálskápa og endingu og þol plastskápa. Skápana er auðvelt að sérsníða að þínum þörfum og henta íslenskum aðstæðum einkar vel.
  • Úr 100% polycarbonate með íblönduðum glertrefjum 
  • Vatns- og rykvarnir að IP66
  • Höggþolnir að IK10
  • Eldvarðir UL 94-5VA
  • Þola allt að 1500V
  • Varðir fyrir UV geislun
Skáparnir eru til í stærðum frá 200 x 300 x 150 mm til 800 x 600 x 300 mm.

Skoðaðu úrvalið á Rönning.is

Brunaþolnar tengidósir

Við bjóðum nú brunaþolnar tengidósir E30-E90 með sérstökum eldþolnum keramík tengjum sem hönnuð eru til þess að þola eld í allt að 90 mínútur.
  • Tvær stærðir: 10x10x5,3cm og 17x15x8,15 cm 
  • Auðveld uppsetning
  • Taka lítið pláss
Sjá Rönning.is fyrir frekari upplýsingar eða hafið samband við sölumenn okkar. 
 
Smelltu á myndina að neðan til að horfa á myndbandið.
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800 

Verslanir okkar

Umsjón: Óskar Gústavsson
oskar@ronning.is