NÓVEMBER 2017

ELDÞOLIÐ RAFLAGNAEFNI FRÁ JOHAN RÖNNING

Johan Rönning býður margs konar eldvarnarefni frá birgjum. Gegnumtök í veggi, dósir og eldvarnarþéttingar. Allar vörur eru viðurkenndar af úttektaraðilum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar.

DÓSIR Í LOKAÐA VEGGI  - MEÐ HLJÓÐEINANGRUN

Johan Rönning býður margs konar eldvarnarefni frá Kaiser, bæði eftirádósir og gegnumtök fyrir strengi og rör. Rofadósir sem hafa ekki aðeins eldvörn EI30-90, heldur eru þær einnig hljóðeinangrandi (77dB). Nota skal strengi og bora snjallt fyrir þeim þannig að hvorki komist eldur né hiti meðfram. Ekki má nota rör með þessum dósum, þá er eldvörnin rofin og dósin stenst ekki lengur staðla. Bormál rofadósanna er 74 mm og dýpt 44 eða 55 mm. Prófunarskýrslur eru aðgengilegar á heimasíðu okkar.

Vörunúmer:

9463-01

9464-01

DÓSIR Í LOKAÐA VEGGI -   ÁN HLJÓÐEINANGRUNAR

Við höfum einnig hafið sölu á nýrri eftirádós frá Kaiser, þetta er ódýrari gerð en uppfyllir samt sem áður EI30-90 staðal um brunaþol. Þessi gerð eldvarnadósa hefur enga hljóðeinangrun og hentar því ekki þar sem gerð er krafa um slíkt svo sem í veggi hótelherbergja eða svefnherbergi. Bormál nýju dósarinnar er 68 mm og kemur hún aðeins í einni dýpt sem er 49 mm. Prófunarskýrslur eru aðgengilegar á heimasíðu okkar.

Vörunúmer: 
9463-02







 

ELDVARNARDÓSIR Í VEGGI OG LOFT

Johan Rönning hefur hafið sölu á eldvarnardósum fyrir opna veggi og loft frá ABB. Brunastaðall þessara dósa er EI60. Dósirnar eru ekki með hljóðeinnagrun. Þessar dósir eru hannaðar fyrir 16/20 mm rör eða barka og er ísetning því eins og á henðbundnum dósum.

Vörunúmer:  Skýringar:
AU60.1          Rofadós 2 stúta 16/20
AU60.5          Rofadós án stúta
AU70             Loftdós 8 stúta 16/20








 

BRUNAÞÉTTINGAR FYRIR VEGGI OG LOFT

Brunaþéttingar Kaiser fyrir veggi og loft eru einnig samkvæmt stöðlum EI30-90. Þéttingarnar þessar eru alger snilld, hvort sem um er að ræða þéttingu fyrir einn streng  5-15mm eða 16 - 25 mm rör. Eigum einnig  stærri þéttingar fyrir fleiri strengi og eru þær í boði í stærðum 74 og 120 mm fyrir veggi og 100 og 150mm fyrir loftaplötur. Allar þéttingar eru þannig gerðar að mögulegt er að setja þær utan um strengi og rör eftir á. Stærri þéttingarnar er ávalt hægt að opna og bæta við strengjum. Þeim er einfaldlega lokað aftur og læst og ekki þarf annan frágang til að þær uppfylli aftur sinn staðal.  Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar.



 

BRUNAÞÉTTIRÖR - KLÍPA

Bjóðum brunaþéttirör í stærðum 16 - 60 mm. Þessi rör hafa marg sannað ágæti sitt undanfarna áratugi í eldsvoðum bæði hér á landi og erlendis. Rörin eru sérstaklega einföld í notkun. Upplýsingar um frágang röranna er að finna á heimasíðu okkar undir brunaþéttingum

Vörunúmer:    Skýringar:
151050               16 mm
151051               20 mm
151052               25 mm
151053               32 mm
151054               40 mm
151055               50 mm
151049               60 mm
151048               60 mm, opnanleg

BRUNAÞOLINN STRENGUR 

Oft eru gerðar miklar kröfur um virkni strengja í húsnæði eða iðnaði. Jafnvel þó rýmið þar sem þeir eru staðsettir sé logandi. Johan Rönning hefur á lager strengi sem eru brunaþolnir og gerðir til að halda virkni við 840°C í 120 mínútur í eldi. Nánari upplýsingar veita sölumenn.



 

easy - HÚSSTJÓRNARKERFI FRÁ BERKER

Kynningar á nýja easy-hússtjórnarkerfinu verða haldnar í nóvember. Easy er hússtjórnarkerfi, sem er hannað fyrir íbúðarhúsnæði og minni verk en er samt sem áður mega vera allt að 256 víraðar einingar í kerfinu. Easy er mjög einfalt í forritun og ekki þarf að kaupa forrit né fara á langt námskeið til að forrita það. Samt sem áður býður easy upp á nánast allar almennu lausnir og fullvaxið KNX hússtjórnarkerfi.  Nú þegar eru nokkur easy-kerfi komin í gagnið og er mikil ánægja með þau. Við viljum bjóða áhugasömum rafvirkjum og hönnuðum að hafa samband við okkur og svo munum í sameiningu finna heppilega tíma fyrir kynningu. Áhugasömum er vinsamlegast bent á að hafa samband við Ásgeir (asgeir@ronning.is) eða Helga (helgig@ronning.is).





 

Qi MOON 

Þetta ljós er ekki frá Norður-Kóreu þrátt fyrir nafnið. LED-loftljósið hefur marga kosti sem fagmenn kunna að meta. Það er einungis 32mm á dýpt, mjög einfalt í uppsetningu og passar beint á loftdós. Nýtískulegt útlit og dimmanlegt. Varnarflokkur þess er IP40 og ábyrgðartími 5 ár.
1650 lúmen 15 W CRI>80
Líftími: 40.000 klst (L70B50)
Málsetningar: 300 x 32 mm

Vörunúmer: 3300007

ALLROUND GYRO 

Þessi innfelldi LED lampi hefur verið vinsæll og þá aðallega fyrir litla innfellidýpt, 40 mm og ekki er þörf á hitahlíf fyrir ofan líkt og öðrum ljósum. Nú kemur hann með roðadeyfingu (3-2000K). Varnarflokkur hans er IP44 og ábyrgðartími 5 ár.
520 lúmen 10W Cri>95
36°geisli veltanlegur 30° í allar áttir
Líftími 50.000 klst (L70B50)
Gatmál/mesta mál: 83/96 mm
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2017 Johan Rönning, All rights reserved.