Ölflex Servo hraðastýristrengir

Eigum á lager helstu stærðir af hraðastýristreng frá Lapp sem er sérstaklega ætlaður milli hraðastýringa og mótors. Strengurinn er skermaður en hefur að auki jarðtaug fyrir hvern fasa.
Hann hentar vel á þurrum, rökum og blautum stöðum auk þess þolir hann að vera settur í jörð. Umhverfishitastig strengsins má vera á bilinu -40°C til 70°C og er hann í brunaþolsflokki ICE 60332-1-2
Við eigum strenginn á lager frá 1,5 til 16mm² en við getum svo að sjálfsögðu sérpantað aðra sverleika. 

Vörunúmer:          Heiti:
0036439                 3x 1,5+3G 0,25
0036440                 3x 2,5+3G 0,5
0036441                 3x 4,0+3G 0,75
0036442                 3x 6,0+3G 1,0
0036443                 3x 10+3G 1,5
0036444                 3x 16+3G 2,5




 

Dýrafjarðargöng

Núna eru á leið til landsins blásarar sem munu verða settir upp í Dýrafjarðargöngum. Hver blásari er 22kW og koma þeir frá Witt & Sohn í Þýskalandi og munu sjá til þess að hreyfing sé á loftinu inni í göngunum. Ekki veitir af því eins og allir vita þá er alltaf logn fyrir vestan.


Brunaþolnar dósir frá Ensto

Við eigum á lager brunaheldar tengidósir frá Ensto. Dósirnar koma með tengjum og hafa brunaþol allt að 90 mínútum. Dósirnar eru til í tveimur stærðum, 10x10 (6mm² tengi) og 17x15 (16mm² tengi). Við erum einnig með á lager allar helstu stærðir af brunaþolnum aflstrengjum sem henta mjög vel með þessum dósum. Endilega leitið til sölumanna okkar eða skoðið úrvalið inná Rönning.is

Vörunúmer:                        Heiti:
FPT1010PP46.4             Tengidós brunaþ.E90 10x10x5,3
FPT1815PP416.4           Tengidós brunaþ.E90 17x15x8,15


Lýsing í Hafnarfirði

Á dögunum var skipt um lýsingu í útbúi okkar í hafnarfirði. Ljósin sem urðu fyrir valinu voru Techno Wide-Beam frá Disano. Mjög skemmtileg lausn á ljósbrautum með allskonar möguleikum. Við erum virkilega ánægð með útkomuna.

Ljósin má skoða á vefsíðu okkar Rönning.is : Techno 34W LED Wide-Beam 60°
  

Áfelldur tengill í Svörtu

Eftirspurn eftir raflagnaefni í svörtum lit hefur stór aukist undanfarin ár. Við eigum mikið úrval af kapalstokkum og tenglaefni í svörtu. Núna vorum við að fá vinsæla tvöfalda tengilinn frá elko í svörtu. Hann er kominn á lager og er hægt að nálgast hann meðal annars á heimasíðu okkar Rönning.is
 

                

Rönning.is

Mikill aukning hefur verið í notkun á heimasíðu okkar Rönning.is

Síðan er öflugt tæki til að fá upplýsingar um þær vörur sem við bjóðum uppá. Með innskráningu er hægt að sjá verð og birgðastöðu ásamt því að geta verslað í netverslun. Við erum með öflugt teymi á bakvið síðuna sem svarar þeim póstum sem berast í gegnum tölvupósta og facebook.



Vilt þú og þitt fyrirtæki fá kynningu á síðunni og möguleikum hennar? Endilega hafðu samband á vefur@ronning.is og við finnum tíma til að hitta ykkur. Tilvalið að kíkja í hádeginu, fá sér pizzu með okkur og kynnast vefnum betur.
 
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar