MARS 2018

NÝR YFIRLITS BÆKLINGUR FRÁ BERKER Á ÍSLENSKU

Út er kominn yfirlits bæklingur fyrir allar rofalínur Berker. Hann er ætlaður rafverktökum og rafvirkjum til að afhenda viðskiptavinum svo þeir geti séð útlit og liti rofa og tengla frá Berker. Bæklingurinn er að sjálfsögðu einnig aðgengilegur á heimasíðu okkar og má nálgast hann með því að smella á myndina hér fyrir neðan.


 

DREGIÐ Í LEIK VEGNA VIÐSKIPTA Í VEFVERSLUN RONNING.IS

Allir viðskiptavinir Johan Rönning sem versla í vefverslun okkar í febrúar og mars eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Það eina sem þarf að gera er að versla í vefverslun okkar. Í boði verða sett með hersluvél og borvél. Dregin var út heppinn viðskiptavinur og var það TG RAF í Grindavík sem hreppir hnossið. Við hjá Johan Rönning óskum þeim til hamingju með vinninginn sem mun án efa nýtast vel.

 

REIKNINGAR Á RONNING.IS

Á síðastliðum vikum höfum við betrumbætt vefinn okkar www.ronning.is  talsvert og eru komnar nokkrar áhugaverðar viðbætur sem vert er að kynna. Stóraukinn hraði á vefnum. Nú tekur nánast enga stund að setja vörur í körfu til að versla. Ný vöruflokkavalmynd með myndum sem eykur talsvert á þægindin við að vafra um vörutré okkar. Yfirlit yfir reikninga viðskiptavina er aðgengilegt á vefnum og má skoða á meðfylgjandi myndbandi.


 

EFNISHANDBÓK VERKEFNIS

Nú má safna vörum í óskalista og á þeirri síðu er hægt að gera efnishandbók með þeim vörum sem notandinn hefur sett á listann. Hægt er að velja sína eigin forsíðumynd, til dæmis mynd af húsbyggingu verkefnis, sinn eigin titil og merkja efnishandbókina með merki fyrirtækis. Mögulegt er að setja vörur á óskalista með þar til gerðun hnappi á vörusíðu og er svo má nálgast óskalistasíðu sína hér. Kennslumyndband má nálgast með því að smella á myndina.

 

SÍUR Á VÖRUFLOKKUM EINFALDA LEIT

Þegar vafrað er um síður ronning.is má einfalda leit með því að nýta sér síur í vöruflokkum. Það styttir leitartíma og gerir verslun á vefnum mun hraðvirkari. Nánari upplýsingar er að finna á myndbandi hér fyrir neðan:


HRAÐPÖNTUN Á VEFNUM

Nú er mögulegt að hlaða upp Excel skrá með vörunúmerum til að setja margar vörur í körfuna á svipstundu, skráin þarf einungis að innihalda vörunúmer og magn þess sem panta skal. Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og Excel skjal til sýnis má finna hér.
Kennslumyndband má skoða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

STILLINGAR VEFAÐGANGS

Nú eru fjórar gerðir vefaðgangs í boði með mismunandi virkni á vefnum. Allt eftir því hvaða leið hentar.
1. Fullur aðgangur, með þessari tengingu sér notandi afsláttarverð viðkomandi fyrirtækis, sér birgðastöðu á vörum í verslunum Johan Rönning, getur gert pantanir á vörum í vefverslun og getur sér reikninga og aðrar viðskiptafærslur.
2. Takmarkaður aðgangur, með þessari tengingu getur viðkomandi gert pantanir á vörum í vefverslun en sér ekki afsláttarverð viðkomandi fyrirtækis og hefur ekki aðgang að reikningum eða öðrum viðskiptafærslum.
3. Eingöngu vefverslun,  með þessari tengingu sér notandi afsláttarverð viðkomandi fyrirtækis, sér birgðastöðu á vörum í verslunum Johan Rönning og getur gert pantanir á vörum í vefverslun en hefur ekki aðgang að reikningum eða öðrum viðskiptafærslum.
4. Eingöngu reikningar, með þessari tengingu fær viðkomandi aðgang að reikningasíðu en ekki vörum eða öðrum hlutum vefsíðunar.

VILTU VINNA GLÆSILEGAR VÖRUR FYRIR AÐ VERSLA?

Allir viðskiptavinir Johan Rönning sem versla í vefverslun okkar í febrúar og mars eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Það eina sem þarf að gera er að versla í vefverslun okkar. Í boði verða sett með hersluvél og borvél. Eitt sett verður dregið út í lok febrúar og svo annað í lok mars. Smelltu á ronning.is og taktu þátt með því einu að versla í vefverslun okkar.





 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2018 Johan Rönning, All rights reserved.