MARS 2017

IÐNAÐARTENGLAR           ALLT AÐ 660 A  25 kV

Bjóðum upp á mikið úrval iðnaðartengla í stærðum 250, 420 og 660 amper. Tengingar sem henta sem dæmi á vinnusvæði, hafnarsvæði og við jarðgangagerð. Eigum allt sem þarf fyrir landtengingar skipa af öllum stærðum og gerðum.  Að auki bjóðum við ýmsar aðrar sérhæfðar lausnir varðandi landtengingar.
Endilega hafið samband við sölumenn okkar til að fá frekari upplýsingar varðandi landtengingar á skipum. 



HLEÐSLULAUSNIR FYRIR RAFBÍLA

 
Nýlega kom út handhægur bæklingur á íslensku sem sýnir á einfaldan máta hvaða hleðslutæki eru í boði fyrir rafbíla og eins hvaða tæki henta fyrir helstu gerðir þessara bíla. Einnig er umfjöllun um aflstýrðar lausnir sem henta í fjölbýli og bílastæðahús. Bæklingurinn hentar fyrir einstaklinga sem vilja fræðast meira um þær lausnir sem eru í boði fyrir rafbílaeigendur. Bæklinginn má nálgast hér eða með því að smella á myndina.



 

VINNUTÖFLUR FYRIR AFLDREINGU

Eigum á lager úrval af vinnutöflum frá ABB og AS Schwabe af öllum stærðum og gerðum. Kynntu þér málið á heimasíðu okkar. 



 

LED-BORÐAR FRÁ BILTON

 
Höfum tekið á lager LED-borða og fylgihluti frá BILTON. Borðarnir eru í varnarflokki IP00 eða IP66. Þétti borðinn er húðaður með sérstakri aðferð svo hann er ekki klæddur með gúmmí hlíf. Borðinn hitnar því síður sem lengir líftíma hans. Eigum einnig mikið úrval prófíla fyrir borðana. Bilton hefur séð okkur fyrir sérhæfðum KNX-búnaði en nú bætum við LED-borðum í vöruúrvalið frá þeim. Þetta er vönduð vara, framleidd í Saalfelden í Austurríki.





 

UNICONE WarmDim  
SNILLDARLJÓS

Bjóðum nú frábær LED-ljós til innfellingar. Ljósin þurfa ekki nema 61 mm innfellidýpt. UniCone WarmDim eru innfelld og dimmanlegt 9 watta IP44 LED ljós sem hafa 550 lumen díóðu með 36° dreifingu. Díóðan er 3000K á fullum styrk og er dimmanleg í 2000K, Ra 95+ og líftími hennar er 50.000 tímar. Gatmálið er 76mm. Nánari upplýsingar af heimasíðu okkar er að finna hér.
Vörunúmer:
3229417

Ljósið er einnig í boði með hallandi ljósgjafa. Tæknileg lýsing af heimasíðu er hér.
Vörunúmer:
3229418

GÓLFDÓSIR FRÁ HAGER

 
Johan Rönning hefur tekið í sölu gólfbox frá Hager. Boxin eru sérlega vönduð og einföld í frágangi. Það úrval sem við bjóðum má finna á heimasíðu okkar. Við vekjum athygli á því að þegar gólfbox er valið á heimasíðunni þá birtast fyrir neðan allir helstu fylgihlutir sem einfaldar val á búnaði. Heildar vörulista yfir gólfbox frá Hager er að finna hér. 


MYNDAVÉLAKERFI FRÁ VANDERBILT

Johan Rönning hefur tekið í sölu vörur frá Vanderbilt Security. Vanderbilt er leiðandi í sölu og þróun öryggismyndavéla, aðgangsstýringa- og þjófavarnakerfa. Eigum á lager nokkrar gerðir af Dome og Bullit myndavélum ásamt fjögra og átta rása upptökutækjum. Allar upplýsingar um búnaðinn er að finna á heimasíðu okkar. Þessu til viðbótar er bæði gaman og fróðlegt að skoða heimasíðu Vanderbilt og sjá hvað fyrirtækið hefur að bjóða. 



 

NICE LED-SKÁPALJÓS

 
Við erum ekki að grínast með nafnið á þessu ljósi. Nice er snyrtilegt, LED-skápaljós í varnarflokki IP44. Litur þess er hvítur með opal ljóshlíf. Ljósið hefur 10W, 800lm 2700K, dimmanlega díóðu sem ljósgjafa. Ljósið er í boði með eða án tengils. Upplýsingar yfir ljósin er að finna á heimasíðu Johan Rönning.


Vörunúmer:      Skýringar:
3305891            án tengils 
3305892            með tengli






 

BAÐVIFTUR FRÁ MAICO

Bjóðum frá Maico sérstaklega vandaðar og hljóðlátar viftur fyrir 100 mm rör eða í þil. Vifturnar geta verið fyrir rofa, eins eða tveggja hraða, sjálfvirkar og stýrt þá af rakastigi í herberginu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Johan Rönning






 

USB-HLEÐSLUTENGLAR

 
Bjóðum nú tvöfalda USB-hleðslutengla frá Rutenbeck. Þessir nýju tenglar eru 2,5A og geta gefið allt að 2A á annan útganginn. Tenglarnir eru mun öflugri en þeir sem við höfum boðið hingað til og henta því vel fyrir nýjustu spjaldtölvur og snjallsíma, en margar gerðir þessara tækja eru frekar á orku, sérstaklega ef þau eru komin lágt í hleðslu. Tenglarnir passa beint inn í Berker-línurnar, því á þá notast sömu miðjur og á hleðslutenglana frá Berker. Þannig er einnig mögulegt að nota þá með S.1, Q, K og 1930-línum.
Allar upplýsingar eru komnar á heimasíðu okkar.

Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2017 Johan Rönning, All rights reserved.