Sérðu ekki myndirnar? Skoðaðu póstinn hér.

MARS 2016

LIGHT & BUILDING 2016 VÖRUSÝNING

Þessa dagana eru margir af okkar helstu birgjum að leggja lokahönd á sýningasvæði vörusýningarinnar Light & Building sem er haldin annað hvert ár í Frankfurt í Þýskalandi. Núna verður hún haldin dagana 13 - 18. mars. Á sýningunni er lögð áhersla á raf- og lýsingabúnað sem er ætlaður fyrir heimili og skrifstofubyggingar. Slóð á heimasíðu sýningarinnar er að finna hér. Fjöldi íslenskra rafvirkja og hönnuða leggur leið sína á sýninguna. Fulltrúar Johan Rönning verða á sýningunni og munu kynna sína birgja þriðjudaginn 15. mars. Seinni partinn mun Hager bjóða til óvissuferðar fyrir gesti Johan Rönning. Ert þú ekki örugglega skráður?



 

JOHAN RÖNNING STYRKIR MOTTUMARS

Mottumars er genginn í garð og af því tilefni munu þeir karlmenn félagsins sem hafa í það vöxtinn, það er skeggvöxtinn, skarta veglegum mottum þennan mánuðinn. Mottudaginn 11. mars sem að þessu sinni ber upp á miðvikudag munum við halda hátíðlegan í útibúum Johan Rönning. Við látum fylgja mynd af Svavari Tulinius sölumanni okkar á Akureyri sem skartar glæsilegri mottu árið um kring. Frúin er víst ekki alsæl með framtakið. 

QUICKLINK FRÁ BERKER

QuickLink er nýtt þráðlaust stýrikerfi frá Berker. Það er verulega breytt frá fyrra Funk bus-kerfi,og er á annarri bylgjulengd (868,3 MHz) en hið gamla. Því er ekki mögulegt að samnýta þau. Helstu breytingar eru að kerfið er gagnvirkt og allar einingar sem eru 230V tengdar, geta verið bæði sendir og móttakari. Mögulegt er að tengja QuickLink með gátt við Domovea tölvu/síma-eininguna og KNX-kerfi.
Hægt er að fá allar helstu dósaeiningar í Quicklink svo sem rofa, ljósdeyfa og gardínurofa. Einnig eru í boði einfaldir og tvöfaldir sendar á bak við þrýstirofa.
QuickLink hentar sérlega vel við endurbætur og breytingar á raflögn sem er fyrir í byggingum. Hvort sem um er að ræða hefðbundna lögn eða KNX-kerfi. Einingarnar eru einfaldar í forritun og uppsetningu. Við munum bjóða upp á hádegiskynningar næstu vikur á þessu kerfi. Ef þú hefur áhuga á að fá kynningu á QICKLINK skaltu senda póst á asgeir@ronning.is.
  

ROGOWSKI-SPÓLUR FRÁ PHOENIX CONTACT

Oft er erfiðleikum bundið að koma staumspennum fyrir í aflmiklum töfluskápum eftir að skápurinn hefur verið spennusettur. Stundum er mögulegt að setja opnanlega spenna en þeir eru stórir og komast ekki alltaf fyrir. Þá er einfalt að setja Rogowski spólu frá Phoenix Contact á skinnuna. Spólan getur mælt allt að 4000 A á forvafi. Hún er tengd við merkjabreyti sem gefur út 1 A. Nánari upplýsingar er að finna hér.

NÁNDARNEMAR OG VAKAR FRÁ CARLO GAVAZZI


Eigum á lager mikið úrval nándarnema og vaka af ýmsum gerðum frá Carlo Gavazzi. Búnaðurinn er á frábæru verði og hefur reynst ákaflega vel við íslenskar aðstæður. Carlo Gavazzi er með öfluga heimasíðu sem aðstoðar við val á rétta búnaðinum. Hvort sem það er skynjari, vaki, tímaliði eða hálfleiðararofi.

BOX FYRIR INNBYGGÐAN RAFBÚNAÐ Í STEINSTEYPU

Fyrirtækið Kaiser framleiðir fjölbreyttar úrvals lausnir sem henta vel þegar fella á rafbúnað inn í steinsteypu. Fjöldi ólíkra boxa fyrir ljósbúnað, hátalara og rofa er í boði. Einnig framleiðir fyrirtækið plastefni í miklu úrvali fyrir röra- og dósalagnir. Á heimasíðu okkar www.ronning.is má finna nánari upplýsingar og einnig í veglegum kynningarlista sem sem er að finna hér.





 

ROFAR OG TENGLAR FRÁ BERKER


Berker bíður gríðarlega mikið úrval rofa og tengla sem henta í allt húsnæði og allir ættu að finna útlit við sitt hæfi. Með hjálp smáforrits er mögulegt að skoða rofa og tengla frá Berker, breyta lit þeirra og lit bakgrunns. Á heimasíðu okkar, www.ronning.is má finna úrval fylgihluta svo sem USB-hleðslutengla, útvörp, hátalaratengla ásamt fjölda annara sérlausna frá Berker sem til dæmis henta í hótelbyggingar.



 
Umsjón: Óskar Davíð Gústavsson, oskar@ronning.is
 
Copyright © 2016 Johan Rönning, All rights reserved.


afskrá netfang    breyta skráningu