Höfum tekið inn á lager svarta Prysmian plaststrengi
Ef þú þarft áreiðanlegan plaststreng sem fellur vel að nýmóðins raflögnum þá þarftu ekki að leita lengra en til Johan Rönning, en við höfum á lager svarta strengi frá Prysmian sem eru fáanlegir á 50 metra hönkum í 4 útgáfum.

Frekari upplýsingar má fá með því að smella á meðfylgjandi myndir.

Plaststr. EXQ Pure 3G 1,5 50m

Plaststrengur
EXQ Pure
3G 1,5 mm²
50 metra hönk

Litir á leiðurum: Gulur/grænn, blár, brúnn, svartur og grár.

Plaststr. EXQ Pure 3G 2,5 50m

Plaststrengur
EXQ Pure
3G 1,5 mm²
50 metra hönk

Litir á leiðurum: Gulur/grænn, blár, brúnn, svartur og grár.

Plaststr. EXQ Pure 5G 1,5 50m

Plaststrengur
EXQ Pure
5G 1,5 mm²
50 metra hönk

Litir á leiðurum: Gulur/grænn, blár, brúnn, svartur og grár.

Plaststr. EXQ Pure 5G 2,5 50m

Plaststrengur
EXQ Pure
5G 2,5 mm²
50 metra hönk

Litir á leiðurum: Gulur/grænn, blár, brúnn, svartur og grár.
Ný vara á lager, snjöll Hombli dyrabjalla

Hombli snjalldyrabjallan er góður kostur þegar kemur að því að snjallvæða heimilið. Hún býður upp á Full HD 1080p myndgæði með 140° sjónsviði, tveggja manna tal, innbyggt þjófavarnarkerfi, þráðlausan tengimöguleika (með valmöguleika um tengingu í rafmagn) og ekkert mánaðargjald fyrir hugbúnað.

Upplýsingar um Hombli Smart dyrabjölluna má fá hér.

Dyrabjallan fer fram úr keppinautum sínum á marga vegu. Hún hefur talsvert sneggri viðbragðstíma, þónokkuð sterkara merki, umtalsvert stærri rafhlöðu og hefur mikla yfirburði þegar kemur að myndgæðum.

Sjáðu hver stendur fyrir utan dyrnar hjá þér og talaðu við hann í gegn um Hombli smáforritið á símanum þínum. Hombli snjalltækið þitt sendir þér tilkynningu um leið og það nemur hreyfingu fyrir utan hjá þér og sendir þér skjáskot, jafnvel að næturlagi, þökk sé innrauðri myndavél Hombli.

Hombli, snjallheimili fyrir alla

Grillveisla í útibúi Johan Rönning á Akureyri 
Þann 28. apríl kom grillvagn frá Bessa Bitum í útibú Johan Rönning á Akureyri og grillaði fyrir mannskapinn. Alls voru 110 borgarar grillaðir og runnu þeir ljúflega niður og nutu gestir veðurblíðunnar á Norðurlandi. 

Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega viðburði.
Fræðslu og kynningarhádegi Rafmennt þann 9. maí í samstarfi við Johan Rönning
Mánudaginn 9. maí verður haldin fræðslu- og kynningarfundur á Stórhöfða 27 og verður fundinum streymt á netinu. Streymishlekkinn má nálgast hér á síðu Rafmennt. 
Kasper Korgsgaard, sérfræðingur frá ABB á vegum Johan Rönning kemur og verður með fræðslu um yfirspennuvarnir og sjálfvör með neistaskynjun. Samlokur og gos verða í boði fyrir gesti fundarins. 

Við hvetjum alla rafvirkja, unga sem aldna, til að koma og læra um yfirspennuvarnir og sjálfvör með neistaskynjun. Svo lengi lærir sem lifir.
Græjaðu skottið fyrir útileguna á tjaldsvæðinu 
Nú þegar sumarið er gengið í garð þá er ekki laust við að láta sig dreyma um bjartar nætur og fallegt útsýni á ferðalögum um landið okkar. Við hjá Johan Rönning viljum leggja hönd á plóg og bjóðum upp á "tjaldsvæðaskott" frá AS Schwabe. Núna eru allir að sækja ferðavagnana úr vetrargeymslu og standsetja fyrir sumarið. Mælum með að þið komið við í einhverju af útibúum hjá okkur og grípið skottið með fyrir ykkur og vinina. 

Einnig má kynna sér breytistykkið í vefverslun okkar hér eða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar