Þjónusta í Klettagörðum
Nú þegar heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir eru farin að rýmka fjöldatakmarkanir getum við fjölgað sölumönnum hjá okkur í Klettagörðum og höfum nú þegar gert það.
Við munum að sjálfsögðu áfram gæta ítrustu varúðar í þjónustu við viðskiptavini.

Það verður áfram í boði að fá vörur afgreiddar beint í bílinn sem hefur gefist mjög vel og einnig erum við búin að framlengja þá þjónustu að bjóða frían akstur á netpöntunum yfir 20.000 kr. innan höfuðborgarsvæðisins.
  
Öryggi og heilsa viðskiptavina, starfsfólks og almennings er í fyrirrúmi hjá okkur.
Ertu að fara í sveinspróf?
Nú eru tími sveinsprófa að koma. Við gerum allt sem við getum til að styðja við verðandi rafvirkja og erum við nú með á tilboði frábært sett frá Cimco. Um er að ræða skrúfjárn með herslumæli og nýtist því vel í verklega sveinsprófinu. Þetta er eigulegt sett í verkfærakassann sem lætur fagmanninn standa undir nafni.

Settið kostar aðeins 15.990 án VSK og verður á tilboði út maí eða á meðan birgðir endast.

Endilega komdu við í einhverju af fjölmörgu útibúum okkar og kíktu á settið, það er að sjálfsögðu líka hægt að versla það inná Rönning.is 

Einnig viljum við minna á sveinsprófs-kassana okkar vinsælu. Þar getur þú keypt í einum pakka allt sem þig vantar fyrir verklega prófið og skilað því svo aftur eftir prófið. Þetta hefur verið gríðalega vinsælt hjá okkur svo endilega settu þig í samband við okkur ef þig vantar kassa.
Varaaflgjafar frá ABB
Við hjá Johan Rönning getum útvegað allar stærðir og gerðir af varaaflgjöfum frá alþjóðlega stórframleiðandanum ABB. Hvort sem þeir eru til heimilisnota, fyrir fyrirtæki eða gagnaver þá getum við aðstoðað þig.

Endilega hafðu samband við Franz Kjartansson sölumann okkar á franz@ronning.is ef þú vilt fræðast meira um hvað er í boði.
 
Fyrir sumarbústaðinn
Nú er sumarið að ganga í garð og ætlum við að vera dugleg að ferðast innanlands. Það er því nokkuð ljóst að sumarbústaðir landsins verða vel nýttir í sumar og munu einhverjir nýta tímann og fara í framkvæmdir.

Er kominn tíma á þilofnana, setja gólfhita á baðherbergið eða koma upp geislahitara á pallinn? Renndu við hjá okkur eða kíktu á það sem við höfum uppá að bjóða á heimasíðunni okkar Rönning.is 
Snertifríar lausnir
Johan Rönning býður mikið magn af snertifríum lausnum sem hjálpa til við að fækka snertiflötum í umhverfi fólks, þar má nefna hreyfiskynjara sem passa í dós og koma í staðin fyrir hefðbundna rofa með vippu, áfellda hreyfiskynjara og einnig ljós með innbyggðum skynjurum sem geta kveikt ljósið sjálfkrafa, við nefnum nokkur dæmi hér fyrir neðan.
 
Snertifrír búnaður frá Berker
 
Snertifrír búnaður frá Hager
 
Einnig bjóðum við upp á úrval af ljósum með innbyggðum skynjurum
 
Facebook Facebook
Rönning.is Rönning.is
Email Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar