Maí 2019

Berker minnkar plast





Mikil vitundavakning hefur orðið um plastnotkun í heiminum. Á dögunum sendi Berker frá sér yfirlýsingu um að þeir ætli að draga úr plastnotkun og hafa af því tilefni  hannað umbúðir utan um vörurnar sem eru án plasts. Fyrstu vörurnar eru komnar á lager hjá okkur í nýjum umbúðum og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi þróun hjá Berker.

 

Ný DC-vegghleðslustöð frá ABB


ABB hefur sett í sölu á DC-vegghleðslustöð fyrir rafbíla. Stöðin er 24 kW og í boði með einu eða tveimur tengjum samkvæmt CCS eða CHAdeMO stöðlum.
 
Virkni stöðvarinnar er sú sama og á 50 kW Terra hraðhleðslustöðvunum. Aðgangsstýring með RFID-lykli er í boði. Val um tengi er framkvæmt á snertiskjá sem er framan á stöðinni.
 
Hámarks útgangsspenna er 920 VDC sem tryggir að stöðin getur hlaðið næstu kynslóð rafbíla.
 
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu eða með því að senda póst á oskar@ronning.is
 
Hérna má kynna sér stöðina nánar: 
https://new.abb.com/ev-charging/products/car-charging/dc-wallbox

Hálfinnfelld ljós

Úrval innfelldra ljósa er alltaf að aukast.  Við vorum að taka  á lager ljós frá The Light Group sem er innfelld að hluta og standa því niður úr loftinu eins og um áfellt ljós væri að ræða. Þessi ljós setja skemmtilegan svip á loftið. Þau koma í tveimur mismunandi gerðum og eru í boði hvít og svört.




Vörunúmer:                   Lýsing:
3234500                         GF Owi 9W LED 2700K hv. IP54
3234503                         GF Owi 9W LED 2700K sv. IP54
3234512                         GF TUBO 9W LED 2700K hv. IP54
3234515                         GF TUBO 9W LED 2700K sv. IP54
 

Stærri Gólfskápur frá Hager

Þegar markaðurinn kallar eftir einhverju reynum við að svara því eftir bestu getu. Við erum komin með á lager gólfskáp frá Hager sem er 1550mm á breidd. Frábær kostur til að þurfa ekki að setja saman tvo skápa þegar vantar þig vantar "aðeins" stærri skáp.
Vörunúmer á honum er FR26E1 og er hann fáanlegur í vefverslun okkar Rönning.is


 

Lekaliðar af gerð B fyrir hleðslutæki rafbíla

Mannvirkjastofnun hefur farið fram á að hleðslutæki fyrir rafbíla séu varin með lekaliða af gerð B eða lekaliða af gerð A sem getur tryggt að DC lekastraumar fari ekki yfir 6 mA. Við kynnum því lekaliða af gerð B frá ABB en ABB er eini framleiðandinn sem getur boðið tveggja póla B-gerð sem er tvær einingar á breidd.

Góð vara á frábæru verði.

Vörunúmer:             Lýsing:                                                               Breidd:                                         
F202B-40/0,03      Lekaliði 40/0,03A 2-póla, gerð B      2 DIN-einingar
F204B-40/0,03      Lekaliði 40/0,03A 4-póla, gerð B      4 DIN-einingar

 

Nýir ljóskastarar frá Hager

Það eru komnir nýjir kastara á lager hjá okkur frá hager. Þetta eru LED kastarar sem eru til í tveimur stærðum, 20w/2000lm og 30w/3000lm. Einnig eru þeir fáanlegir með innbyggðum hreyfiskynjara og því tilvalið að setja þá við sorptunnuskýlið eða í portið á bak við hús.

Vörunúmer:                   Lýsing:
EE633                            LED kastari með hreyfiskynjara 20w IP55
EE634                            LED kastari með hreyfiskynjara 30w IP55 
EE637                            LED kastari 20w IP55
EE638                            LED kastari 30w IP55
                                 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar