Maí 2018

ON klárar hringinn með hraðhleðslustöðvum frá Johan Rönning

Johan Rönning hefur undanfarna mánuði afhent Orku Náttúrunnar hraðhleðslustöðvar frá ABB fyrir rafbíla. Nú geta ferðalangar farið hringveginn allan á raforku þar sem hleðslu má fá með 80 til 100 km millibili hið mesta.

Stöðvarnar sem koma frá ABB og eru af gerðinni Terra 53 CJG hafa staðið af sér íslenskt vetrarveður og vinda með ákafalega góðum árangri.

Á næstu vikum mun ON bæta um betur og þétta net hleðslustöðva enn frekar. Það eru því bjartir tímar framundan fyrir rafbílaeigendur.

Við bendum eigendum og áhugafólki um rafbíla á vef ON þar má nálgast upplýsingar um hleðslustöðvar, rafbíla o.fl.

NKT Channel Partner of the Year 2017

Á árlegum fundi samstarfsaðila NKT Cables sem haldin var í Salzburg Austurríki, fékk Johan Rönning viðurkenningu sem NKT Channel Partner of the Year 2017. Viðurkenningin var veitt fyrir fagmannleg og vönduð vinnubrögð af hendi fyrirtækisins. Auk þess skrifaði Johan Rönning nýlega undir samstarfssamning við Samorku um kaup þess síðarnefnda á jarðstrengjum út árið 2020, með möguleika á framlengingu allt að tveimur árum. Þessi strengir koma allir frá NKT Cables.

Peter Marcusson, sölustjóri NKT Cables AB í Svíþjóð, afhenti verðlaunin fyrir hönd NKT Cables en Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri og Vignir Örn Sigþórsson, viðskiptstjóri tóku við verðlaununum fyrir hönd Johan Rönning. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu sem hvetur okkur til frekari dáða.

Vertu klár fyrir ferðalagið

Við bjóðum breyta úr 16A CEE kló í Schuko hulsu og öfugt á frábæru verði fyrir sumarið. Breytarnir henta til dæmis mjög vel á tjaldstæðið en þeir eru varðir fyrir raka og óhreinindum að IP44. Þeir eru þá gerðir fyrir 16A straum og eru 1,5M að lengd.

Smelltu á myndirnar fyrir frekari upplýsingar

Breytir Schuko kló í 230V 16A CEE hulsu. Varnarflokkur: IP44


Breytir 230V 16A CEE kló í Schuko hulsu. Varnarflokkur: IP44

Annar vinningshafi í leik á vefverslun

Allir viðskiptavinir Johan Rönning sem versluðu í vefverslun okkar í mars áttu möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Að þessu sinni var í boði glæsilegt sett frá DeWalt með hersluvél og borvél.

Dreginn var út heppinn viðskiptavinur og var það Þingvangur sem hreppti hnossið en Haraldur Þór Gunnlaugsson hjá Þingvangi tók við vinningnum.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér nýjar veflausnir sem við höfum bætt á Rönning.is, s.s. hraðpantanir, yfirlit reikninga og fleira.

Easy frá Hager


Snjallheimilið gert auðvelt.
Easy frá Hager er hússtjórnarkerfi fyrir íbúðarhús sem er auðvelt í notkun og margir uppsetningaraðilar rafbúnaðar hafa verið að bíða eftir en kerfið býður upp á fjölda möguleika s.s.

  • Ljós- og hita- og gluggastýringu
  • Stýringu með appi, jafnvel fjarri heimilinu
  • Ýmsa uppsetningavalkosti og mikið úrval íhluta
  • Lægri kostnað sbr. við hefðbundna ETS-lausn

Við höfum verið að kynna easy fyrir viðskiptavinum okkar um allt land en myndin var tekin á Reyðarfirði s.l. þriðjudag þar sem viðskiptavinir okkar kynntu sér easy í útibúi okkar.

Kynntu þér easy á Rönning.is

Ný HaloX steypubox fyrir innfelld ljós frá Kaiser

Nýju HaloX boxin frá Kaiser koma í þremur mismunandi breiddum; 100mm, 180mm og 250mm og eru til með kálfi eða án. Þessi box eru sterkbyggðari en fyrri gerð og með þægilegri inntökum fyrir rör og barka.
Þá er einnig komin ný gerð botna sem ætlaðir eru utanhúss (sjá mynd).

Skoðaðu úrvalið á Rönning.is eða á síðu Kaiser.

Johan Rönning bætist í fyrirtækjahóp Álklasans

Johan Rönning hf. hefur nú bæst í hóp fyrirtækja í Álklasanum sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja sem tengjast áliðnaði á einhvern hátt og er ætlað sem farvegur hugmynda, framþróunar og nýsköpunar í starfssemi tengd áli.

Johan Rönning hf. hefur verið órjúfanlegur hluti af rekstri álvera á Íslandi allt frá því að fyrsta álver landsins reis í Straumsvík árið 1966 og hefur fyrirtækið tekið virkan þátt í uppbyggingu áliðnaðar á landinu öllu í rúma hálfa öld.


Frétt Álklasans

Fylgdu Johan Rönning á Facebook

Á Facebook síðu Johan Rönning deilum við öllu því helsta sem ber á góma í starfsemi okkar.

Fylgdu okkur hér.

Johan Rönning á Facebook
Rönning.is
ronning@ronning.is

Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar